Fasteignafjárfesting í raforkuframleiðslu sem er undanþegin fasteignamati og þ.a.l. álagningu fasteignaskatts getur verið um 600-800 milljarðar króna.
Fjárhæðir sem undanþegnar eru fasteignaskatti í orkugeiranum og sýna umfang ríkisstuðnings við raforkuframleiðendur eru 8-10,5 milljarðar kr.
Þetta kemur fram í drögum að kvörtun Samtaka orkusveitarfélaga til Eftirlitsstofnunar EFTA vegna skattaívilnunar, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.