Átta smit innanlands – fimm utan sóttkvíar

Stöðugur straumur hefur verið í sýnatöku á Suðurlandsbraut þar sem …
Stöðugur straumur hefur verið í sýnatöku á Suðurlandsbraut þar sem heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins skimar fyrir Covid-19. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls greindust átta með kórónuveiruna innanlands í gær. Sex þeirra greindust við einkennasýnatöku en tveir við skimun vegna sóttkvíar. Af  þeim átta sem greindust í gær voru þrír í sóttkví og fimm utan sóttkvíar. 

Einn greindist við seinni skimun á landamærunum í gær og einn bíður niðurstöðu mótefnamælingar. Daginn áður greindust tveir við fyrri skimun en fimm voru með mótefni.

Nú eru 118 í einangrun og hefur fjölgað um níu síðan í gær. Mjög hefur fækkað í sóttkví, eru 405 samanborið við 972 í gær. 1.603 eru í skimunarsóttkví og einn er á sjúkrahúsi. Það er einn tíu smitaðra skip­verja um borð í súráls­skipi við Mjó­eyr­ar­höfn á Reyðarf­irði. Hann var flutt­ur með sjúkra­flugi á Land­spít­ala á sunnu­dag en líðan hans fór að versna um helg­ina og  þótti rétt að flytja hann til ör­ygg­is á sjúkra­hús.

Alls eru 34 börn með Covid á Íslandi í dag. Flest smit­in eru í ald­urs­hópn­um 30-39 ára eða 37. Tvö smit eru meðal barna á aldr­in­um 15 ára, 23 smit eru á meðal barna á aldr­in­um 6-12 ára og níu í ald­urs­hópn­um 13-17 ára. Í ald­urs­hópn­um 18-29 ára eru 19 smit. Sextán smit eru í ald­urs­hópn­um 40-49 ára. Níu smit eru í ald­urs­hópn­um 50-59 ára, eitt meðal fólks á sjö­tugs­aldri og tveir á átt­ræðis­aldri eru með Covid-19. 

 

Fjöl­marg­ir fóru í skimun í gær eða rúm­lega 2.100 manns. Á landa­mær­un­um voru 370 ein­stak­ling­ar skimaðir.

Ný­gengi smita inn­an­lands á hverja 100 þúsund íbúa er nú 19,1 síðustu tvær vik­ur og 11,2 á landa­mær­un­um. Undanfarna daga hefur hlutfall nýrra smita hækkað jafnt og þétt innanlands en lækkað við landamærin. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert