Var með fíkniefni, byssu og fé í bílnum

Landsréttur staðfesti í gær að karlmaður, sem grunaður er um skipulagða brotastarfsemi, þurfi að afplána 400 daga eftirstöðvar af fangelsisrefsingum en maðurinn fékk reynslulausn í júní í fyrra.

Fram kemur í greinargerð lögreglu að maðurinn sé talinn tengjast skipulagðri brotastarfsemi sem snúi meðal annars að innflutningi, framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna ásamt alls kyns fjármálagjörningum og peningaþvætti.

Lögregla handtók manninn 12. mars eftir að hafa fylgst með honum. Í bíl mannsins fundust hlaðin skammbyssa, mikið af reiðufé og rúmlega hálft kíló af amfetamíni. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í gærsluvarðhald og síðan gert að afplána fyrri refsingar enda talinn hafa brotið gróflega almenn skilyrði reynslulausnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert