Vilja endurupptöku á viðræðum um aðild að ESB

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þing­flokk­ur Viðreisn­ar hef­ur lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um end­urupp­töku viðræðna um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Verði álykt­un­in samþykkt á Alþingi yrði rík­is­stjórn­inni falið að skipa þriggja manna nefnd til að stýra vinn­unni.

Hlut­verk nefnd­ar­inn­ar yrði að meta hvernig og hvenær hefja skyldi form­leg­ar aðild­ar­viðræður að nýju og und­ir­búa til­lögu til þings­álykt­un­ar þar að lút­andi, sem að fengnu samþykki Alþing­is yrði bor­in und­ir þjóðar­at­kvæði til end­an­legr­ar staðfest­ing­ar.

Þjóðar­at­kvæðagreiðsla um end­urupp­töku viðræðna færi fram eigi síðar en í janú­ar 2022, að því er fram kem­ur í til­lög­unni.

Í greina­gerð með til­lög­unni er vísað í þings­álykt­un um aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu sem samþykkt var á Alþingi í júlí 2009 en bent er á að þingið hafi ekki ályktað um efnið á ann­an veg síðan til­lag­an var samþykkt fyr­ir tæp­um tólf árum.

Evr­ópsk lög­gjöf mót­ar rétt­ar­regl­ur á flest­um sviðum í bú­skap þjóðar­inn­ar. Viðbót­ar­skrefið til fullr­ar aðild­ar yrði því minna en það sem stigið var á fyrri hluta tí­unda ára­tug­ar síðustu ald­ar. Eigi að síður yrði veru­leg­ur póli­tísk­ur, lýðræðis­leg­ur og efna­hags­leg­ur ávinn­ing­ur af því að njóta fullra rétt­inda og sitja við borðið með þeim ríkj­um sem næst okk­ur standa, eins og Ísland ger­ir í Atlants­hafs­banda­lag­inu. Af­leiðing­ar kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins hafa gjör­breytt efna­hags­leg­um aðstæðum. Ísland þarf af þeim sök­um að nýta öll mögu­leg tæki­færi sem örvað geta ný­sköp­un, eflt viðskipti og styrkt hag­vöxt. Auk­in alþjóðleg sam­vinna er óhjá­kvæmi­leg í þeim til­gangi. Lofts­lags­mál­in kalla einnig á að ný skref verði stig­in á þessu sviði. Loka­skrefið til fullr­ar aðild­ar að Evr­ópu­sam­band­inu er nær­tæk­asti og áhrifa­rík­asti kost­ur­inn í þessu efni,“ seg­ir meðal ann­ars í grein­ar­gerðinni sem lesa má hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert