Alls greindust sex kórónuveirusmit innanlands í gær. Þar af voru fimm í sóttkví við greiningu. Þá greindust þrjú smit á landamærunum.
Rakning er hafin á smitinu utan sóttkvíar og gengur sú rakning vel að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Vegna samkomutakmarkana sem nú eru í gildi fari færri í sóttkví þegar upp koma smit.
Undanfarna sjö daga hafa 44 smit greinst innanlands og voru ellefu þeirra utan sóttkvíar.