Birgir Þór Bieltvedt, sem í samfloti við hóp fjárfesta hefur eignast Domino's á Íslandi þriðja sinni, segir mikil vaxtartækifæri fyrir fyrirtækið.
Það eigi ekki aðeins við um markaðinn hér heima heldur einnig á Norðurlöndum. Hann er í eigendahópi starfseminnar í Noregi og Svíþjóð auk þess sem hann er sérleyfishafi að rekstrinum í Finnlandi.
Í viðtali í Dagmálum, sem aðgengileg eru áskrifendum Morgunblaðsins á mbl.is, segir Birgir að hann sjái tækifæri í því að sameina reksturinn í Skandinavíu og skrá fyrirtækið á markað.
„Ég held að skráning geti veitt tækifæri á að vaxa hraðar, það er ljóst,“ segir Birgir í Morgunblaðinu í dag og gefur því undir fótinn að slíkt félag gæti vaxið út fyrir þann ramma sem rekstrinum er settur nú.
„[...] það er enginn sem segir að Skandinavía sé bara Skandinavía. Domino's í Ástralíu er komið til Danmerkur og það er komið til Japan.“