Framtaki slökkviliðsins vel tekið

Framtakinu var afar vel tekið.
Framtakinu var afar vel tekið. Ljósmynd/Björgunarsveitin Þorbjörn

Slökkvilið Grindavíkur gerði sér lítið fyrir í dag og þreif bílaplanið fyrir framan húsnæði björgunarsveitarinnar Þorbjörns. Framtakinu var vel tekið enda mikið álag verið á björgunarsveitum eftir að fólk byrjaði að streyma að eldgosinu í Geldingadölum.

Þvílík gleði sem það var enda hafa hundruð björgunarsveitarmanna lagt leið sína til Grindavíkur á síðustu tveimur vikum til þess að aðstoða okkur. Allir koma þeir við í húsinu hjá okkur til þess að sækja sér gasmæla og nesti og fá í leiðinni úthlutað verkefni,“ segir í facebookfærslu björgunarsveitarinnar.

Slóðarnir að eldgosinu eru torfærir og gönguleiðirnar nýjar og því mikil mold og drulla sem berst aftur með fólki í björgunarsveitarhúsið.

Vel gekk á gossvæðinu í dag að því er fram kemur í færslunni. Margir lögðu leið sína þangað en lítið var um óhöpp. Lokað verður fyrir umferð um Suðurstrandarveg á morgun vegna veðurs en gert er ráð fyrir að opna aftur fyrir umferð klukkan 06:00 á páskadag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert