Maðurinn búinn að fá fyrstu sprautu

Málið fær flýtimeðferð og er úrlausnar að vænta í kvöld.
Málið fær flýtimeðferð og er úrlausnar að vænta í kvöld. mbl.is/​Hari

Maður sem vill vera látinn laus úr sóttvarnahúsi og lætur reyna á rétt sinn fyrir dómi hefur þegar fengið fyrri bólusetningu, að því er Ómar R. Valdimarsson, lögmaður mannsins, greinir frá í samtali við mbl.is. 

Um er að ræða íslenskan ríkisborgara sem kom til landsins með flugi frá Frankfurt í gær. Héraðsdómi hefur þegar borist krafa þess efnis að hann verði látinn laus og verður málið tekið til flýtimeðferðar. Bindur Ómar vonir við að úrlausn berist frá dómstólum í kvöld.

Vangaveltur eru uppi um hver skuli taka til varnar fyrir hönd ríkisins.

Ómar segir að kröfunni sé beint að sóttvarnalækni og þar með embætti landlæknis og því líklegt að ríkislögmaður fari með málið fyrir hönd embættisins, í stað ríkissaksóknara.

Málið er að nokkru leyti sérstakt að sögn Ómars, þar sem ríkislögmaður standi ekki vaktina allan sólarhringinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert