Sá smitaði gisti á sóttkvíarhótelinu

Heilbrigðisstarfsfólk við Rauðarárstíg. Þangað verður sá smitaði fluttur.
Heilbrigðisstarfsfólk við Rauðarárstíg. Þangað verður sá smitaði fluttur. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Sá sem greindist með smit á landamærunum í gær gisti á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt.

Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna.

Sá hinn sami verður fluttur í farsóttarhúsið á Rauðarárstíg eins og venjan er í þessum tilfellum.

Í samtali við Gylfa Þór Þorsteinsson, forstöðumann sóttvarnahúsa, í morgun kom fram að 122 hefðu komið hingað til lands í gær frá hááhættusvæðum og gist í Þórunnartúni.

Einnig sagði hann að 31 af þeim 45 manns sem gistu í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg hefðu smitast af kórónuveirunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert