Frá og með gærdeginum, frá því fyrsta flug kom til Íslands eftir breyttar sóttvarnareglur, hafa allir flugfarþegar fengið smáskilaboð (SMS) í síma, við komu til landsins.
Í skilaboðunum kemur fram að hægt sé að kynna sér nýjar reglur við landamæri Íslands á ákveðinni heimasíðu/slóð. Upplýsingarnar eru á íslensku, ensku og pólsku.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.
Smáskilaboðin sem send eru í símana eru hér að neðan:
Íslenska: Velkomin til Íslands. Hér eru nýjar reglur um sóttkví og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19. https://www.covid.is/undirflokkar/quarantine
Enska: Welcome to Iceland. Here are the rules on testing and quarantine at the Icelandic borders due to COVID-19. https://www.covid.is/undirflokkar/quarantine
Pólska: Witamy na Islandii. Oto nowe zasady dotyczące kwarantanny i pobierania próbek testowych na granicy z Islandią z powodu COVID-19.