Veðurspáin á gosstöðvunum fyrir morgundaginn er ekkert sérstaklega góð eins og staðan er núna. Síðar í dag mun lögreglan á Suðurnesjum meta stöðuna með Veðurstofunni.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni sem er beint til þeirra sem höfðu hugsað sér að sjá eldgosið í Geldingadölum á morgun.
Síðar í dag verður birt á facebook-síðu lögreglunnar áætlun morgundagsins og er fólk hvatt til að fylgjast með henni.
Af vef Veðurstofunnar:
„Suðvestan 15-23 m/s og súld eða rigning á morgun, en þurrt á A-landi, en snýst í norðan 10-15 undir kvöld með snjókomu eða éljum, fyrst NV-til. Ört kólnandi veður.“