Þrír greindust innanlands

Fjölmargir hafa farið í skimun vegna Covid-19 undanfarna daga.
Fjölmargir hafa farið í skimun vegna Covid-19 undanfarna daga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Einn greindist á landamærunum.

Hátt í 200 manns eru núna í sóttkví og hátt í 130 manns í einangrun. 

„Hversu fáir eru í raun í sóttkví má þakka þeim takmörkunum sem í gangi eru,“ segir í tilkynningu frá almannavörnum. 

122 gestir eru núna á sóttkvíarhóteli.

„Gleðilega páska – höldum áfram að gera þetta saman og pössum upp á einstaklingsbundnar sóttvarnir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert