Líklegt er að úrskurður í máli manns, sem höfðaði mál á hendur ríkinu vegna þess að honum var gert að dvelja á sóttkvíarhóteli í Þórunnartúni, muni liggja fyrir á morgun. Þetta staðfestir lögmaður mannsins, Ómar R. Friðriksson, við mbl.is.
Um er að ræða íslenskan ríkisborgara sem kom til landsins með flugi frá Frankfurt í gær.
Fyrr í dag var greint frá því að kona hygðist höfða mál vegna hins sama, þá sem skjólstæðingur sama lögmanns, en hún dró kröfu sína til baka.