Farfuglar ekkert að drífa sig norður

Tjaldurinn er kominn til landsins, að sögn Björns G. Arnarsonar.
Tjaldurinn er kominn til landsins, að sögn Björns G. Arnarsonar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Björn G. Arnarson fuglafræðingur hefur í nógu að snúast þessa dagana, enda stendur koma farfugla hingað til lands sem hæst. Björn er búsettur á Höfn í Hornafirði, þar sem hann heldur úti fuglaathugunarstöð ásamt kollega sínum, Brynjúlfi Brynjólfssyni.

Björn og Brynjúlfur eru því vel staðsettir, farfuglarnir koma gjarnan fyrst að landi á suðaustanverðu landinu frá Suður-Evrópu.

Björn segir í samtali við Morgunblaðið að hann standi nú í ströngu við að fanga einn og einn fugl í net til að merkja fuglana. Þannig er hægt að fylgjast með ferðum þeirra suður á bóginn þegar hausta tekur.

„Þeir eru kannski frekar í seinna fallinu núna. Til dæmis í dag er búið að vera töluvert gæsaflug, bæði heiðargæs og grágæs. Svo hafa verið að koma lóur og þrestir. Álftirnar vorum við farnir að sjá í endaðan febrúar og nú er líka allt orðið fullt af tjaldi hérna,“ segir Björn í Morgublaðinu  í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert