Hraunpollurinn við Norðra, nyrðri gíg eldgossins í Geldingadölum, tæmdist að hluta í nótt ef marka má athuganir eldfjalla- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands sem birtust á facebooksíðu hans.
Breytingarnar eru merktar á mynd sem birtist hér að neðan. Þar segir einnig að yfirborð pollsins hafi lækkað um einhverja metra, en ekki er vitað með vissu hvert hraunkvikan flæddi frá pollinum, en lægð í rima hans að norðanverðu gæti bent til þess að útflæðið hafi verið til norðvesturs.
„Flæði heldur áfram í pollinn og verður fróðlegt að sjá hvort og hversu hratt tekst að fylla hann á nýjan leik,“ segir í færslunni.
Sjá má færslu hópsins hér:
English below. Eldgosið í Geldingadölum - breytingar við gíga 3 apríl 2021. Sæl öll sömul Í nótt tæmdist að hluta...
Posted by Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands on Saturday, 3 April 2021