Sex smit innanlands – tveir utan sóttkvíar

Sýnataka á Suðurlandsbraut. Mynd úr safni.
Sýnataka á Suðurlandsbraut. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Sex greind­ust með kór­ónu­veiruna inn­an­lands í gær og voru fjórir í sóttkví og tveir utan sóttkvíar. Einn greind­ist á landa­mær­un­um.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Nýgengi innanlandssmita mæl­ist nú 22,9. Ný­gengi landa­mæra­smita mæl­ist 10,6.

Rakn­ing er haf­in á smit­unum utan sótt­kví­ar og geng­ur sú rakn­ing vel að sögn Hjör­dís­ar Guðmunds­dótt­ur, sam­skipta­stjóra al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra.

Nú eru 124 í ein­angr­un vegna Covid-19 og einn á sjúkra­húsi. 174 eru í sótt­kví og 953 í skimun­ar­sótt­kví, að því er fram kemur í uppfærðum tölum á covid.is.

Alls voru 583 ein­kenna­sýni tek­in hjá Íslenskri erfðagrein­ingu og Land­spít­ala, 235 sótt­kví­ar- og handa­hófs­sýni og 649 við landa­mæra­skimun.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert