Páll Magnússon hættir á þingi

Páll Magnússon.
Páll Magnússon. mbl.is/Kristinn Magnússon

Páll Magnússon, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi, ætlar að láta fimm ár á þingi duga í landsmálapólitíkinni í bili og gefur ekki kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í næsta mánuði.

Þetta kemur fram í facebook-færslu hjá Páli.

Ég komst raunar að þessari niðurstöðu innra með mér strax um síðustu áramót en ákvað samt að leyfa þessum þremur mánuðum að líða áður en ég tæki endanlega ákvörðun; ef eitthvað það gerðist sem kynni að breyta þessari niðurstöðu. Það gerðist ekki,“ skrifar Páll.

Hann segir að áhuginn hafi dofnað og neistinn kulnað.

Og af hverju sagði ég þá fyrir nokkrum vikum að ég ætlaði að gefa kost á mér áfram? Jú, það er einfalda reglan um að þangað til ný ákvörðun er tekin þá gildir sú gamla!“ skrifar Páll og heldur áfram:

Þetta er sem sagt persónulega niðurstaðan – pólitíska kveðjubréfið kemur svo innan tíðar. Munum að það er enn þá hálft ár eftir af kjörtímabilinu.“

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert