Þaggað niður og falið í skugga skammar

Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur starfar sem sendifulltrúi og sérfræðingur hjá Alþjóðaráði …
Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur starfar sem sendifulltrúi og sérfræðingur hjá Alþjóðaráði Rauða krossins í Genf. mbl.is/Arnþór Birkisson

Fyr­ir fimm árum var Hon­or­ine að safna eldivið fyr­ir utan heima­bæ sinn, Sange í Aust­ur-Kongó, er tveir vopnaðir menn réðust að henni og nauðguðu. Henni var í kjöl­farið út­skúfað og hún missti lífsviður­væri sitt. Var við það að gef­ast upp. Sá ekki ástæðu til þess að lifa leng­ur. Nú fimm árum síðar, með aðstoð Alþjóðaráðs Rauða kross­ins (ICRC), er hún á góðum stað í líf­inu.

Hún fékk fjár­hags­leg­an stuðning í kjöl­far þess að kon­ur í sendi­nefnd ICRC tóku á móti henni og aðstoðuðu hana við að fá lækn­isaðstoð. Stuðning­inn nýtti hún til að stofna sitt eigið fyr­ir­tæki og koma lífi sínu á rétt­an kjöl. „Án þeirra hefði ég aldrei náð þeim ár­angri sem ég hef náð.“   

Sjá nán­ar hér

Sendi­nefnd­ir Alþjóðaráðs Rauða kross­ins starfa þar sem neyðarástand rík­ir vegna stríðsátaka, ann­ars kon­ar vopnaðra átaka og af­leiðinga þeirra. Alls starfa rúm­lega 20 þúsund manns fyr­ir stofn­un­ina í ein­um 100 lönd­um.

Alþjóðaráðið á sér stoð í alþjóðleg­um mannúðarlög­um eða hinum svo­kölluðu Genfar­samn­ing­um og viðauk­um þeirra. Stríðandi fylk­ing­um ber skylda til að virða lög­in sem lúta fyrst og fremst að vernd al­mennra borg­ara, stríðsfanga, særðra og sjúkra her­manna og starfs­fólks hjálp­ar­sam­taka auk annarra sem eiga ekki beina aðild að átök­um. Starf Alþjóðaráðsins hef­ur frá upp­hafi byggt á mannúð, óhlut­drægni, hlut­leysi og sjálf­stæði. 

Yfir 100 milljónir jarðarbúa þurfa á vernd og aðstoð að …
Yfir 100 millj­ón­ir jarðarbúa þurfa á vernd og aðstoð að halda vegna átaka, of­beld­is, far­sótta og lofts­lag­stengdra ham­fara sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sam­einuðu þjóðunum. AFP

Und­an­far­in ár hef­ur ICRC unnið mark­visst að því að koma í veg fyr­ir kyn­ferðis­legt of­beldi á átaka­svæðum og draga úr al­var­leg­um af­leiðing­um þess fyr­ir þolend­ur. Ein þeirra sem koma að því mik­il­væga verk­efni er Magnea Marinós­dótt­ir alþjóðastjórn­mála­fræðing­ur sem starfar nú sem sendi­full­trúi og sér­fræðing­ur hjá Alþjóðaráði Rauða kross­ins í Genf. Hún er hluti af teymi sem vinn­ur að því að samþætta for­varn­ir og þolenda­væn viðbrögð gegn kyn­ferðis­legu of­beldi inn í starf allra deilda og sendi­nefnda ICRC á vett­vangi. 

„Þetta er búið að vera ótrú­lega lær­dóms­ríkt og spenn­andi að starfa beint að þess­um mik­il­væga mála­flokki fyr­ir Alþjóðaráðið,“ seg­ir Magnea.

Magnea hef­ur unnið að jafn­rétt­is­mál­um inn­an þró­un­ar- og mannúðarstarfa í Af­gan­ist­an, Bosn­íu og Her­segóvínu, Kosovo og á her­numdu svæðunum í Palestínu. Hún hef­ur starfað hjá Alþjóðaráðinu í rúmt ár en verið sendi­full­trúi Rauða kross­ins frá ár­inu 2005. Staðan er kostuð af Rauða krossi Íslands með stuðningi ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins. 

Átök hafa geisað árum saman í Suður-Súdan.
Átök hafa geisað árum sam­an í Suður-Súd­an. AFP

Hvert er hlut­verk Alþjóðaráðsins og hvenær varð bar­átt­an gegn kyn­ferðis­legu of­beldi hluti af starfi þess?

„Alþjóðleg mann­rétt­inda­lög gilda alls staðar á öll­um tím­um. Hlut­verk Alþjóðaráðsins í hnot­skurn er að beita sér fyr­ir því að virðing sé bor­in fyr­ir mannúðarlög­um í stríðsátök­um og meg­in­regl­um mannúðarrétt­ar í ann­ars kon­ar vopnuðum átök­um og að veita aðstoð og vernd þeim sem þurfi. Kyn­ferðis­legt of­beldi sem brot á mannúðarlög­um var ekki tekið al­var­lega í raun fyrr en eft­ir stríðsátök­in á Balk­anskag­an­um og í Rú­anda á tí­unda ára­tug síðustu ald­ar. Var það fyrst og fremst sam­taka­mátt­ur bar­áttu­kvenna víðs veg­ar um heim, þar með talið fórn­ar­lamba stríðsnauðgana, sem kom því til leiðar,“ seg­ir Magnea og vís­ar til álykt­ana ör­ygg­is­ráðs Sam­einuðu þjóðanna um kon­ur, frið og ör­yggi í því sam­bandi.

Öfug sönn­un­ar­byrði

Alþjóðaráðið hef­ur unnið að mála­flokkn­um en það var svig­rúm til að gera bet­ur og árið 2013 var bar­átt­an gegn kyn­ferðis­legu of­beldi gerð að for­gangs­máli inn­an stofn­un­ar­inn­ar. Þá varð hin svo­kallaða „öf­uga sönn­un­ar­byrði“ að meg­in­reglu í starf­sem­inni, en hún seg­ir að ekki þurfi að liggja fyr­ir gögn eða sann­an­ir um að kyn­ferðisof­beldi eigi sér stað til þess að gripið sé til aðgerða enda þekkt hversu of­beldi af þessu tagi er þaggað niður og falið í skugga skamm­ar.

Ári síðar fór í fyrsta sinn fram sér­stök söfn­un á veg­um Alþjóðaráðsins til að veita auknu fjár­magni í aðgerðir gegn kyn­ferðisof­beldi og árið 2015 var fyrsta sam­eig­in­lega stefn­an um aðgerðir gegn kyn­bundnu og kyn­ferðis­legu of­beldi samþykkt á alþjóðaráðstefnu hreyf­ing­ar Alþjóðaráðsins, Alþjóðasam­bands fé­laga Rauða kross­ins og Rauða hálf­mán­ans og lands­fé­lag­anna.

AFP

Að sögn Magneu mótaði Alþjóðaráðið sér í kjöl­farið sína eig­in stefnu sem var inn­leidd árið 2018. Inn­an stefnu­mörk­un­ar­inn­ar eru m.a. kynnt­ar til sög­unn­ar lág­marksaðgerðir sem sendi­nefnd­ir eiga að inn­leiða með vís­an í „öf­ugu sönn­un­ar­byrðina“ eins og það að geta veitt þolend­um aðstoð eða vísað þeim til annarra sem geta mætt þörf­um þeirra með viðeig­andi hætti. Jafn­framt að samþætta í öll skila­boð ICRC til vopnaðra sveita og yf­ir­valda stöðuga áminn­ingu þess efn­is að kyn­ferðis­legt of­beldi sé al­var­legt brot á mannúðarlög­um. Það sé stríðsglæp­ur, glæp­ur gegn mann­kyn­inu, pynt­ing eða hluti af þjóðarmorði eft­ir at­vik­um.

Notað með gróf­um og kerf­is­bundn­um hætti

AFP

„Kyn­ferðisof­beldi hef­ur verið notað með gróf­um og kerf­is­bund­um hætti til að ná fram hernaðarleg­um mark­miðum eins og yf­ir­ráðum yfir landsvæði þar sem nauðgan­ir framd­ar af liðsmönn­um vopnaðra sveita gera það að verk­um að fólk legg­ur á flótta und­an grimmu of­beld­inu. Kyn­ferðisof­beldi viðgengst líka vegna þess að her­menn kom­ast svo auðveld­lega upp með það. Það er, því miður, jafn­vel framið með þegj­andi samþykki her­for­ingja þrátt fyr­ir að vera form­lega bannað. Kyn­ferðis­legt of­beldi gagn­vart körl­um og strák­um á sér einkum stað í tengsl­um við fang­elsis­vist­un eða ann­ars kon­ar meiri hátt­ar frels­is­svipt­ingu.“ 

Með þetta í huga er jafn­framt unnið að því að all­ir hafi sama skiln­ing á of­beld­inu og mis­mun­andi birt­ing­ar­mynd­um þess eins og t.d. nauðung­arþung­un kvenna eða ófrjó­sem­isaðgerðum að sögn Magneu.

Að deila teppi og nauðgun

„Að sama skapi og við leggj­um áherslu á að all­ir séu á sömu blaðsíðu hvað form­leg­ar skil­grein­ing­ar og skiln­ing varðar þá bend­um við einnig á mik­il­vægi þess að sendi­full­trú­ar átti sig á hvaða orð eru notuð al­mennt í sam­fé­lag­inu, þ.m.t. meðal her­manna, og menn­ing­ar­bundnu viðhorf­un­um á bak við þau. Sem dæmi þá er hug­takið „nauðgun“ ekki í notk­un alls staðar sem end­ur­spegl­ar vana­lega til­kall karl­manna til lík­ama kvenna og hversu tak­markaða stjórn þær hafa yfir eig­in lík­ama. Og í staðinn fyr­ir að tala um „kyn­líf“ eða „sam­ræði“ þá er talað um að „deila teppi“ já eða sæng eins og við þekkj­um frá Íslandi. Sú orðanotk­un gef­ur til kynna samþykki en síðan koma þolend­ur og tala um að hafa deilt teppi með manni án þess að tala beint um vald­beit­ing­una og þá þarf viðkom­andi starfsmaður að geta áttað sig á hvað verið er að tala um.“

Sam­hliða því að stefn­an var inn­leidd 2018 var teymið sem Magnea starfar með form­lega sett á lagg­irn­ar. Yfir­kona teym­is­ins, Sophie Sutrich, var fyrsti starfsmaður þess en núna starfa fimm sér­fræðing­ar í höfuðstöðvun­um í Genf og 10 á vett­vangi í öll­um heims­álf­um.  

Flóttafólkið sem býr í Cox's Bazar-búðunum hafa þurft að koma …
Flótta­fólkið sem býr í Cox's Baz­ar-búðunum hafa þurft að koma sér fyr­ir í nýj­um tjöld­um eft­ir mik­inn elds­voða í búðunum í mars. AFP

Hvert er hlut­verk teym­is­ins sem þú starfar með?

„Teymið hef­ur fyrst og fremst það hlut­verk að veita sér­fræðilega aðstoð og bæta þekk­ingu og getu starfs­manna Alþjóðaráðsins til að fyr­ir­byggja og bregðast við kyn­ferðisof­beldi. Aðalaðferðafræðin er samþætt­ing mál­efn­is­ins inn í starf allra deilda og sendi­nefnda Alþjóðaráðsins.

Sem dæmi þá er al­gjör sérstaða Alþjóðaráðsins sú að hafa aðgang að öll­um her­sveit­um og öðrum vopnuðum hóp­um á átaka­svæðum. Til að auðvelda starfs­mönn­um að vinna að for­vörn­um með her­sveit­um voru gerðar leiðbein­ing­ar um hvernig greina megi og flokka vopnaðar sveit­ir út frá til­tekn­um viðmiðum sem lúta að innra skipu­lagi þeirra og stjórn­un.

Leiðbein­ing­ar voru unn­ar í grunn­inn af teymi Alþjóðaráðsins sem sam­an­stend­ur af fyrr­ver­andi her­mönn­um og lög­reglu­mönn­um með stuðningi okk­ar teym­is. Þar er að finna grund­vall­ar­upp­lýs­ing­ar um kyn­ferðisof­beldi sem brot á mannúðarlög­um og ráðlegg­ing­ar um hvernig megi nálg­ast mis­mun­andi gerðir her­sveita með það að leiðarljósi að auka virðingu þeirra í orði og borði fyr­ir lög­un­um.

Til að her­sveit­ir virði lög­in skipt­ir hins veg­ar ekki ein­göngu þekk­ing á lög­un­um máli held­ur ekki síður þau menn­ing­ar­legu viðhorf og trú­ar­legu gildi sem viðkom­andi aðhyll­ast og hversu vel þau sam­ræm­ast laga­bók­stafn­um. Alþjóðaráðið hef­ur þannig unnið að því að finna sam­svör­un milli meg­in­reglna mannúðarrétt­ar og gilda sem er að finna inn­an mis­mun­andi trú­ar­bragða til að nota sem mótrök gegn þeim víga­sveit­um sem rétt­læta brot á mannúðarlög­um sam­an­ber nauðung­ar­hjóna­bönd eða öllu held­ur kyn­lífs­ánauð með vís­an í trúna.“

Að hafa aðgang að allri þeirri aðstoð sem þörf er á

AFP

Alþjóðaráðið hef­ur einnig ein­beitt sér að því að geta veitt eða vísað þolend­um á viðeig­andi aðstoð og þjón­ustu í sam­starfi við önn­ur mannúðar- og hjálp­ar­sam­tök eft­ir aðstæðum og at­vik­um. Sam­hliða hef­ur teymið unnið að leiðbein­ing­um fyr­ir starfs­menn, bæði sendi­full­trúa og staðbundið starfs­fólk.

„Eft­ir að ég kom til starfa höf­um við gefið út leiðbein­ing­ar sem lúta að meg­in­regl­um þolenda­vænn­ar nálg­un­ar gagn­vart fórn­ar­lömb­um eða þolend­um kyn­ferðisof­beld­is. Við höf­um einnig gefið út rit um hvernig viðeig­andi þjón­usta fyr­ir þolend­ur geti litið út og til­vís­un­ar­kerfi til að tryggja að þau hafi aðgang að allri aðstoð sem þörf er fyr­ir án þess að þurfa að end­ur­taka sögu sína mörg­um sinn­um. Þessu til viðbót­ar höf­um við gefið út veg­vísi um hvernig veita megi stuðning í formi pen­inga og inni­stæðumiða sem leiðar til að fyr­ir­byggja og bregðast við kyn­ferðisof­beldi.

Áhersl­an er á ein­stak­linga í hættu á kyn­ferðisof­beldi og þolend­ur sem fá t.d. fjár­hags­styrk til að koma sér í og borga fyr­ir ör­uggt húsa­skjól og fá að auki gef­ins inni­stæðumiða til kaupa á nauðsyn­legu lyfi sem jafn­framt upp­fyll­ir ákveðin fyr­ir­fram­gef­in gæðaviðmið. Fleiri leiðbein­ing­ar eru í smíðum, s.s. gerð stöðumats og grein­ing­ar á kyn­ferðis­legu of­beldi og notk­un niðurstaðna til að taka sem best­ar ákv­arðanir um hvaða nálg­un og aðgerðir eru áhrifa­mest­ar til að fyr­ir­byggja of­beldi og veita aðstoð og vernd.“

Sam­hliða út­gáf­unni hef­ur teymið gert stutt kynn­ing­ar­mynd­bönd með skýr­ing­um í teikni­mynda­formi. Jafn­framt eru haldn­ir kynn­ing­ar­fund­ir á net­inu fyr­ir starfs­menn Alþjóðaráðsins sem hafa verið vel sótt­ir. Þá er teymið með sitt eigið vefsvæði þar sem allt efni er aðgengi­legt öll­um starfs­mönn­um ráðsins og er svæðið jafn­framt vett­vang­ur fyr­ir fyr­ir­spurn­ir og umræður að sögn Magneu. 

Annað stórt verk­efni sem Magnea hef­ur haldið utan um og unnið hvað mest að er gerð fjög­urra daga grunn­nám­skeiðs fyr­ir starfs­menn ein­stakra sendi­nefnda. Þar er farið yfir alla þá þætti sem lúta að kyn­ferðis­legu of­beldi í starf­semi hinna mis­mun­andi deilda á vett­vangi út frá spurn­ing­unni: Hvað get­um við hjá Alþjóðaráðinu gert bet­ur til að fyr­ir­byggja of­beldi og koma til móts við þarf­ir þolenda?  

Einsk­is­manns­land á ár­hólma Konarp­ara

Kort/​mbl.is

„Í nóv­em­ber sl. héld­um við fyrsta nám­skeiðið fyr­ir und­ir­sendi­nefnd­ina okk­ar í Cox’s Baz­ar í Bangla­dess. Fyr­ir utan þekk­ing­ar- og færniupp­bygg­ingu er meg­in­mark­miðið að byggja upp liðsheild inn­an sendi­nefnd­anna sem taki hönd­um sam­an um að vinna gegn kyn­ferðisof­beldi. Þannig er mikið lagt upp úr þátt­töku starfs­manna á nám­skeiðinu og að sér­fræðiþekk­ing þeirra á hinum ýmsu sviðum sé nýtt sem best. Nám­skeiðin eru einnig löguð að aðstæðum á hverj­um stað til að gera þau eins hag­nýt og mögu­legt er fyr­ir starfs­menn. Til að mynda var í Cox‘s Baz­ar sjón­um beint að þeim fjög­ur þúsund rohingja-flótta­mönn­um sem staðsett­ir eru á ár­hólm­an­um Konarp­ara, einsk­is­mannslandi mitt á milli Mjan­mar og Bangla­dess, þar sem eng­ar hjálp­ar­stofn­an­ir aðrar en Alþjóðaráðið hafa greiðan aðgang. Útkom­an var aðgerðaáætl­un sem starfs­menn­irn­ir gerðu meðan á nám­skeiðinu stóð en til­gang­ur­inn með gerð henn­ar er að tryggja eft­ir­fylgni eft­ir að nám­skeiðinu lýk­ur.“ 

Einn mik­il­væg­ur þátt­ur aðstoðar­inn­ar við þolend­ur er viðmót þeirra sem veita hana. Leiðbein­ing­ar sem ráðið hef­ur gefið út um þolenda­væn viðbrögð eru bæði ætlaðar starfs­mönn­um Alþjóðaráðsins og öðrum sem ráðið á sam­starf við eins og sjálf­boðaliðum lands­fé­lag­anna. „Það að sýna þolend­um virðingu, sem þeir eiga svo sann­ar­lega skilið, og setja þeirra vel­ferð og ör­yggi í for­gang, er lyk­il­atriði. Það er gert með því að hlusta á þolend­ur og veita þeim grein­argóðar upp­lýs­ing­ar um mögu­lega aðstoð og mik­il­vægi þess að leita til lækn­is inn­an 72 klukku­stunda til að mögu­legt sé að gera viðeig­andi ráðstaf­an­ir til að varna smit­sjúk­dóm­um og þung­un. Síðast en ekki síst að gæta þess að allt sem er gert til að aðstoða þolend­ur sé gert með þeirra samþykki. Þetta er mik­il­vægt vegna þess að sá sem verður fyr­ir kyn­ferðis­legu of­beldi upp­lif­ir al­gert valda­leysi – að hafa enga  stjórn á aðstæðum – og þegar ráðin eru tek­in af þolanda geta þau upp­lifað það sem end­ur­tekna vald­beit­ingu þrátt fyr­ir góðan ásetn­ing. Starfs­fólk á að veita upp­lýs­ing­ar en ekki halda að það viti bet­ur en viðkom­andi hvað er þeim fyr­ir bestu,“ seg­ir Magnea. 

„Þetta atriði kring­um skýrt samþykki er ein þeirra meg­in­reglna sem Alþjóðaráðið fylg­ir,“ svar­ar Magnea spurn­ingu blaðamanns um nauðsyn samþykk­is og vís­ar þar til þess að eng­um sé vísað áfram eða til­kynnt um mál nema þoland­inn samþykki sjálf­ur að svo sé gert. Af­leiðing­ar þess að fara t.d. með þolanda á sjúkra­hús án þess að samþykki liggi fyr­ir geta verið mjög al­var­leg­ar.

„Sönn­um karl­mönn­um“ er ekki nauðgað

Kynferðislegt ofbeldi sem brot á mannúðarlögum var ekki tekið alvarlega …
Kyn­ferðis­legt of­beldi sem brot á mannúðarlög­um var ekki tekið al­var­lega í raun fyrr en eft­ir stríðsátök­in á Balk­anskag­an­um og í Rú­anda á tí­unda ára­tug síðustu ald­ar. AFP

Sem dæmi gáfu Alþjóðaráðið og lands­fé­lag Bret­lands út skýrslu um lög sem gilda í sum­um lönd­um og kveða á um skyldu starfs­manna þ.m.t. á sjúkra­hús­um til að til­kynna kyn­ferðis­brot til lög­reglu. Þrátt fyr­ir að til­gang­ur­inn sé góður er stuðning­ur­inn við þolend­ur það vana­lega ekki, held­ur eig­in­lega þvert á móti. Lög­in geta gert það að verk­um að þoland­inn sæk­ir sér ekki nauðsyn­lega aðstoð eða er hótað frek­ara of­beldi eft­ir til­kynn­ingu um brotið til lög­reglu. Hætt­an verður þeim mun meiri ef hinseg­in sam­bönd eru sak­næm og ráðandi viðhorf er að karl­kyns þolandi hljóti að vera hinseg­in enda sé „sönn­um karl­mönn­um“ ekki nauðgað.

„Það er því lyk­il­atriði að starfs­menn veiti upp­lýs­ing­ar um hvað lög­in kveða á um og þær tak­mark­an­ir sem geta átt við um þá aðstoð sem Alþjóðaráðið get­ur veitt þannig að all­ar upp­lýs­ing­ar liggi fyr­ir áður en þoland­inn tek­ur ákvörðun um að þiggja aðstoð. Í sum­um til­vik­um er ástandið því miður svo slæmt að þú þarft að út­skýra fyr­ir viðkom­andi að það er sára­lítið hægt að gera. Þú haf­ir lít­il tök á því að aðstoða. Þrátt fyr­ir að geta vísað á ákveðna þjón­ustu eða sam­tök þá er ekki hægt að treysta því að þoland­inn fái viðun­andi aðstoð.“

Nú er oft talað um hvers vegna þolend­ur kyn­ferðis­legs of­beld­is hafi ekki brugðist við á þenn­an eða hinn hátt­inn. Hvernig bregst Alþjóðaráðið við?

Leiðbein­ing­ar snúa einnig að því hvernig megi forðast að ala á þolenda­skömm sem get­ur átt sér stað án þess að starfsmaður ætli sér það í sam­tali við þolanda sem aft­ur get­ur leitt til þess að grafa und­an trausti þolenda og annarra til Alþjóðaráðsins.

Magnea seg­ir því mik­il­vægt að þjálfa sendi­nefnd­irn­ar á vett­vangi í hvernig eigi að koma fram við þolend­ur enda geti hvert orð og lík­ams­tján­ing skipt máli. „Ég þekki þetta frá veru minni á Balk­anskag­an­um þar sem nauðgun­um var beitt sem vopni í stríðinu og kon­ur voru spurðar: „Af hverju flúðir þú ekki áður en þeir komu eða þegar þeir komu?“ Þar með er gefið í skyn að þeim væri um að kenna að verða fyr­ir of­beld­inu sem veld­ur þolend­un­um auk­inni van­líðan og áfalli.“

Upp­ræta skaðleg sam­fé­lags­leg viðhorf

AFP

Eins og Magnea bend­ir á byggja þess­ar spurn­ing­ar á skiln­ings­leysi, m.a. á því hvernig fólk bregst við ógn. „Þetta er svo mik­il ógn að þín fyrstu viðbrögð eru ekki endi­lega að hlaupa í burtu held­ur frýs fólk hrein­lega og ef fólk nær að hugsa skyn­sam­lega eða rök­rétt þá væri niðurstaðan ef­laust sú að ef ég reyni að hlaupa í burtu þá get ég fengið enn verri út­reið og jafn­vel verið drep­in,“ seg­ir hún.

Alþjóðaráðið starfar með lands­fé­lög­um á vett­vangi og það sam­starf er mjög mik­il­vægt að sögn Magneu enda hafa lands­fé­lög­in bæði góða land­fræðilega dreif­ingu og ein­stak­an aðgang að fólki. „Sem dæmi þá var und­ir­ritaður sam­starfs­samn­ing­ur milli Alþjóðaráðsins í Suður-Súd­an og lands­fé­lags­ins með áherslu á hvernig sam­fé­lagið get­ur stutt við bakið á þolend­um. Um er að ræða aðgerðir sem lúta að því að upp­ræta skaðleg sam­fé­lags­leg viðhorf gagn­vart þolend­um og veita upp­lýs­ing­ar um hvar þolend­ur geta fengið aðstoð seg­ir Magnea og hvernig sam­fé­lagið geti lagt lið.

„Um er að ræða til­rauna­verk­efni sem verður fram­kvæmt á fjór­um stöðum og hluti sam­starfs­ins geng­ur út á þjálf­un starfs­manna og sjálf­boðaliða lands­fé­lags­ins.“ 

Yfir 100 millj­ón­ir þurfa á vernd að halda

AFP

Yfir 100 millj­ón­ir jarðarbúa þurfa á vernd og aðstoð að halda vegna átaka, of­beld­is, far­sótta og lofts­lag­stengdra ham­fara sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sam­einuðu þjóðunum. Hættu­leg­asti staður­inn í heim­in­um fyr­ir al­menna borg­ara er Af­gan­ist­an líkt og oft áður en þar hef­ur geisað stríð sam­fellt í 20 ár. Í Suður-Af­gan­ist­an, sem hef­ur alltaf verið höfuðvígi talib­ana, hafa her­sveit­ir Rík­is íslams hreiðrað um sig. Um helm­ing­ur allra íbúa í suður­hluta lands­ins hef­ur ekki aðgang að aðstoð þar sem mannúðar- og hjálp­ar­sam­tök fá ekki aðgang að þeim landsvæðum sem víga­sveit­irn­ar stjórna.

Í Sýr­landi hef­ur nú geisað stríð í tíu ár og þar hef­ur jafn­framt verið erfitt fyr­ir mannúðarsam­tök að fá aðgang að al­menn­um borg­ur­um og veita þeim aðstoð á landsvæðum sem er stjórnað af víga­sveit­um. Átök hafa geisað í Suður-Súd­an í ein átta ár og sex ár í Jemen. Kon­ur og börn eru 75% þeirra sem eru flótta­menn í eig­in landi í Jemen.

Nýtt vald­arán í Mjan­mar hef­ur aukið enn á vand­ann þar í landi. Talið er að að um ein millj­ón rohingja hafi verið bú­sett þar í landi á ár­un­um 2016 til 2017 er þjóðarmorðin á rohingj­um hóf­ust í Rak­hine-héraði. Sam­einuðu þjóðirn­ar áætla að yfir 700.000 flótta­menn hafi flúið yfir til Bangla­dess á und­an­förn­um árum. Fjöl­menn­ustu flótta­manna­búðir heims eru í Cox’s Baz­ar við landa­mæri Mjan­mar. 

Hversu víðtækt er hlut­verk Alþjóðaráðsins á stöðum sem þess­um?

AFP

Að sögn Magneu fer það  eft­ir aðstæðum hversu víðtækt hlut­verk Alþjóðaráðsins er þegar kem­ur að ann­ars kon­ar kyn­bundu of­beldi en kyn­ferðis­legu. Hún nefn­ir Konarp­ara sem dæmi, ör­lít­inn hólma, „einsk­is­manns­land“ sem er staðsett úti í miðri á sem renn­ur meðfram landa­mær­um Mjan­mar og Bangla­dess. Þar haf­ast við um fjög­ur þúsund rohingja-flótta­menn sem kom­ast hvorki lönd né strönd. Fólk sem ekk­ert ríki vill hýsa.

„Eyj­an er ná­lægt Cox‘s Baz­ar þar sem fjöldi rohingja-flótta­manna dvel­ur. Það er brú yfir á eyj­una Bangla­dess­meg­in. Alþjóðaráðið er eina alþjóðlega stofn­un­in sem hef­ur aðgang að flótta­mönn­un­um. Starfs­menn­irn­ir mega þó ekki fara út á eyj­una og flótta­menn­irn­ir mega ekki fara yfir á meg­in­landið held­ur verða að mæt­ast á brúnni. Ef flótta­fólkið þarf á heil­brigðisþjón­ustu að halda þarf að sækja sér­stak­lega um leyfi til yf­ir­valda í Bangla­dess til að sækja þjón­ustu þangað. Í þess­um hópi eru að öll­um lík­end­um bæði þolend­ur kyn­ferðis­legs of­beld­is í Mjan­mar og kyn­bund­ins of­beld­is í flótta­manna­búðunum. Það er vel þekkt að of­beldi í nán­um sam­bönd­um og annað kyn­bundið of­beldi eykst meðal fólks á flótta og sem býr við viðvar­andi óör­yggi, þröng­an kost og erfiðar aðstæður. Það ger­ir rík­ari kröf­ur til Alþjóðaráðsins að beina sjón­um að þolend­um kyn­bund­ins of­beld­is al­mennt, ekki ein­göngu kyn­ferðisof­beld­is, enda geti flótta­fólkið ekki sótt stuðning annað.

Það er í anda þeirra skila­boða sem við erum að reyna að koma áleiðis, þ.e. að þrátt fyr­ir að starf­semi Alþjóðaráðsins bein­ist fyrst og fremst að kyn­ferðis­legu of­beldi sem er framið í tengsl­um við vopnuð átök af þeim sem bera vopn­in og þrátt fyr­ir mik­il­vægi þess að gera grein­ar­mun á kyn­ferðisof­beldi og ann­ars kon­ar kyn­bundnu of­beldi leggj­um við að sama skapi mikla áherslu á tengsl­in þarna á milli. Við bend­um m.a. á það hversu al­mennt refsi­leysi í til­viki kyn­bund­ins of­beld­is er, sam­an­ber of­beldi í nán­um sam­bönd­um og nauðgun inn­an hjóna­bands sem og lim­lest­ing á kyn­fær­um kvenna og barna­hjóna­bönd sem geta gefið sterk­lega til kynna hætt­una á kyn­ferðisof­beldi í vopnuðum átök­um og ann­ars kon­ar brot­um á mannúðarlög­um.

Við leggj­um jafn­framt áherslu á að ein skil­greind gerð of­beld­is geti þró­ast yfir í ann­ars kon­ar skil­greint of­beldi allt eft­ir sam­heng­inu. Sem dæmi má nefna barna­hjóna­bönd. Ástæðan að baki þeim get­ur verið af marg­vís­leg­um toga svo sem efna­hags­leg­um auk þess sem þau eru tal­in veita vernd gegn kyn­ferðis­legu of­beldi eða af­leiðing­um þess utan hjóna­bands á sama tíma og það er of­beldi að gifta stúlk­ur á barns­aldri. Þegar ung­ar stúlk­ur og kon­ur eru hins veg­ar neydd­ar í hjóna­bönd af her­mönn­um eða vopnuðum upp­reisn­ar­mönn­um, sem ger­ist oft­ar en ekki eft­ir að þeim hef­ur fyrst verið rænt, nauðgað eða hvort tveggja, er nauðung­ar- og barna­hjóna­band orðið að kyn­lífs­ánauð [e. sex­ual slavery] í skiln­ingi mannúðarlaga og glæp gagn­vart mann­kyni sam­kvæmt dóma­for­dæmi frá stríðsglæparétt­ar­höld­un­um vegna Síerra Leo­ne,“ seg­ir Magnea.

Tengsl kyn­ferðis- og kyn­bund­ins of­beld­is

AFP

Fyrr­nefnd áhersla á tengsl­in milli kyn­ferðis­legs og kyn­bund­ins of­beld­is er þeim mun mik­il­vægri í ljósi þeirr­ar staðreynd­ar að Alþjóðaráðið starfar í dag ekki ein­göngu á svæðum sem falla und­ir þrönga skil­grein­ingu hug­taks­ins stríðsátök held­ur í lönd­um sem tak­ast á við af­leiðing­ar þeirra með því að taka á móti flótta­fólki, seg­ir Magnea.

Ráðið starfar einnig á  ófriðar- eða átaka­svæðum sem falla ekki und­ir laga­lega skil­grein­ingu um stríðsátök en þar sem vopnuð átök eiga sér stað engu að síður. Þetta á við sum lönd í Mið- og Suður-Am­er­íku þar sem vopnuð glæpa­sam­tök ráða lög­um og lof­um. Eru oft eins kon­ar ríki í rík­inu. Í lönd­um eins og El Sal­vador, Hond­úras, Gvatemala og Mexí­kó býr fólk á sum­um stöðum í raun við vopnaða ógn­ar­stjórn glæpa­hópa sem svíf­ast einskis til að ná sínu fram með al­var­leg­um af­leiðing­um fyr­ir íbú­ana. Kon­ur og stúlk­ur verða fyr­ir kyn­ferðisof­beldi og eru jafn­vel þvingaðar í kyn­lífs­ánauð og ungt fólk oft neytt til þátt­töku í of­beld­is­verk­um. 

Hluti af of­beld­is­menn­ingu

AFP

„Í raun er kyn­ferðisof­beldi hluti af of­beld­is­menn­ingu þar sem það þykir sjálfsagt að beita of­beldi eða hót­un­um um of­beldi til að leysa ágrein­ing eða ná mark­miðum. Hlut­verk alþjóðlegra mannúðar- og mann­rétt­inda­laga er liður í því að upp­ræta of­beld­is­menn­ingu og ógn­ar­stjórn,“ seg­ir Magnea. 

„Hvað aðgerðir Alþjóðaráðsins varðar skipta aðstæðurn­ar sem um er að ræða máli þar sem mannúðarlög eiga ekki við á öll­um ófriðarsvæðum held­ur mann­rétt­inda­lög og meg­in­regl­ur mannúðarrétt­ar. Það hef­ur áhrif á það sam­tal sem á sér stað milli Alþjóðaráðsins og stríðandi fylk­inga og yf­ir­valda en hins veg­ar er ekki gerður grein­ar­mun­ur á þeim sem hafa orðið fyr­ir kyn­ferðisof­beldi af hálfu liðsmanna vopnaðra sveita eða al­mennra borg­ara enda er oft ekki vitað hvort er. Ef þolend­ur leita sér aðstoðar á ein­fald­lega að veita hana.“

Mik­il áhersla er einnig lögð á að verk­efni Alþjóðaráðsins skapi ekki hættu á kyn­ferðisof­beldi og áhersla lögð á aðgerðir til þess að koma í veg fyr­ir það. Nefn­ir Magnea sem dæmi at­vinnu­skap­andi verk­efni fyr­ir blá­fá­tækt fólk þar sem 20% þátt­tak­enda eru kon­ur. Þá þurfi m.a. að huga að hætt­unni á að þær verði fyr­ir kyn­ferðis­legu of­beldi eða áreitni af hálfu annarra inn­an hóps­ins eða þeirra sem stjórna verk­efn­um og gera viðeig­andi ráðstaf­an­ir.

Eitt þeirra landa þar sem Alþjóðaráðið starfar er Aust­ur-Kongó (Lýðstjórn­ar­lýðveldið Kongó) en þar leituðu um 65 þúsund kon­ur sér aðstoðar árið 2020 vegna kyn­ferðisof­beld­is, sam­kvæmt op­in­ber­um töl­um, sem er há tala en því miður ein­göngu topp­ur­inn á ís­jak­an­um að sögn Magneu. 

Út frá sjón­ar­miðum mann­legr­ar reisn­ar

AFP

Líkt og fram kom hér að ofan fékk Hon­or­ine fjár­hagsaðstoð frá Alþjóðaráði Rauða kross­ins í Aust­ur-Kongó. Eitt af því sem ráðið ger­ir er að aðstoða fólk sem er í hættu á að verða fyr­ir kyn­ferðis­legu of­beldi eða hef­ur orðið fyr­ir slíku of­beldi fjár­hagsaðstoð í stað hefðbund­ins stuðnings í formi t.d. mat­ar­gjafa.

„Við hjá Alþjóðaráðinu horf­um á aðstoðina út frá sjón­ar­miðum mann­legr­ar reisn­ar. Þeim kost­um sem fylgja því að veita fjár­hags­stuðning  til ein­hvers tíma þar sem hver og ein(n) hef­ur val um hvort hann eða hún kaup­ir mat, lyf, borg­ar fyr­ir húsa­skjól eða legg­ur eitt­hvað til hliðar til að fjár­festa í starf­semi sem veit­ir hugs­an­lega lífsviður­væri til framtíðar.

Neyðaraðstoðin kom síðar til sög­unn­ar til að koma bet­ur á móts við þarf­ir þeirra sem tald­ir eru vera í bráðri hættu, þar með talið þolend­ur sem eiga á hættu að verða fyr­ir frek­ara of­beldi og þurfa að kom­ast í ör­uggt húsa­skjól en hafa ekki pen­inga til að borga fyr­ir það. Verklagið sem var komið á fót felst í því veita til­tekn­um starfs­mönn­um, eins og heil­brigðis­starfs­mönn­um, umboð til að veita neyðaraðstoð á grund­velli hættumats sem er unnið með hraði af þeim út frá ákveðnum viðmiðum enda get­ur það skipt sköp­um fyr­ir ör­yggi ein­stak­linga og framtíð þeirra að þeir geti t.d. fengið bráðaaðstoð til að koma sér í ör­uggt skjól,“ seg­ir Magnea. 

AFP

Er ekki hætta á að starfs­menn mis­noti sér aðstöðu sína?

„Þegar ég fór að skoða þenn­an stuðning kviknaði strax hjá mér sú spurn­ing hvort búið væri að skoða hætt­una á því að starfs­menn gætu mis­notað aðstöðu sína gagn­vart þess­um ein­stak­ling­um sem eru í einkar viðkvæmri stöðu. Í kjöl­farið var samþættuð bet­ur inn í þjálf­un þeirra sú ábyrgð sem starfs­menn­irn­ir hafa með vís­an í siðaregl­ur Alþjóðaráðsins sem kveða á um blátt bann við mis­notk­un á aðstöðu og kyn­ferðis­lega mis­notk­un af öllu tagi. Um leið lærðu starfs­menn­irn­ir til viðbótarávinn­ings að koma bet­ur auga á hætt­una á mis­notk­un í störf­um sín­um.“ 

Hjálparstarf er erfitt á Covid-tímum.
Hjálp­ar­starf er erfitt á Covid-tím­um. AFP

Þegar talið berst að Covid-19 staðfest­ir Magnea að heims­far­ald­ur­inn hafi gert hjálp­ar- og mannúðarstarf enn erfiðara en oft áður. Hún bend­ir þó einnig á að eitt af því góða sem fylgi fár­inu er að margsvkon­ar fræðsla fer fram á net­inu sem ger­ir að all­ir hafa sama eða jafn­ari aðgang að fræðslu og upp­lýs­ing­um.

„En því miður hef­ur of­beldi auk­ist í heim­in­um sam­fara Covid. Aðgang­ur fólks að aðstoð og öf­ugt, það er aðgang­ur hjálp­ar­starfs­manna að þurfandi fólki, er orðinn mun verri og erfiðari. Reynt er að veita fjar­ráðgjöf og aðstoð en það er aldrei það sama. Miklu skipti hversu góða vinnu­fé­laga ég á og að sam­vinna okk­ar er góð. Það rík­ir mik­ill metnaður og mér þykir gam­an að upp­lifa hversu miklu við höf­um komið til leiðar á stutt­um tíma,“ seg­ir Magnea sem var sjálf í fjar­vinnu á Íslandi um tíma en er nú kom­in aft­ur til Genf­ar þar sem höfuðstöðvar Alþjóðaráðs Rauða kross­ins hafa verið frá stofn­un sam­tak­anna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert