„Gasspáin sýnir mökkinn fara yfir Voga á Vatnsleysuströnd í kvöld og þar mælist nú mengun,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
Ný gasspá er væntanlega um kl. 22.30 í kvöld en spáð er að vindinn lægi um miðnætti og breytileg átt verði í fyrramálið.
Íbúar Voga eru þá hvattir til að loka gluggum og kynda hús sín. Á vef Umhverfisstofnunar má sjá gildi og frekari leiðbeiningar.
Á vefsíðu Veðurstofu Íslands má finna textaspá varðandi gasmengum vegna eldgossins í Geldingadölum.