Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir gasmengunina í Vogum hafa farið yfir mörk sem Umhverfisstofnun skilgreini hættuleg fyrir viðkvæma.
Að sögn Birgis á áttin núna um og eftir miðnætti að snúa sér meira í austan- og norðaustanátt svo gasmengun gæti þá blásið yfir Grindavík.
„Það gæti hitt þannig á en það er alls ekki víst. Á morgun ætti vindurinn að vera þannig að það verði hvergi hættuleg mengun,“ segir Birgir.
Á vefsíðu Veðurstofunnar má finna spá veðurvaktar um gasdreifingu.