Hraunið sem runnið hefur úr eldgosinu í Geldingadölum er um 5,93 milljónir rúmmetra að rúmmáli. Þetta er mat vísindamanna við Háskóla Íslands. Það er um það bil sexþúsundfalt rúmmál djúpu laugarinnar í Laugardalslaug.
Útbúið hefur verið kort sem sýnir þykktardreifingu hraunsins, miðað við stöðuna á föstudag en það byggir á ítarlegum myndmælingum úr drónum. Heildarflatarmál hraunsins er um 30 hektarar, eða 300.000 fermetrar. Meðalþykkt hraunsins er því um 19,4 metrar, Mest er þykktin hins vegar um 48 metrar og virðist það vera á því svæði þar sem hrunið úr nyrðri gígnum í síðustu viku endaði.
Hraunflæðið hefur verið nokkuð stöðugt og mælist nú um 5,1 rúmmetri á sekúndu, en á þeim hraða tæki rúma 13 daga fyrir hraunið að tvöfaldast að rúmmáli.
Meðfylgjandi kort sýnir þykktardreifingu hraunsins í Geldingadölum síðastliðinn föstudag, 2. apríl 2021, ásamt...
Posted by Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands on Sunday, April 4, 2021