Hrauntaumar flæða á gossvæðinu

00:00
00:00

Nýtt mynd­skeið sem Ólaf­ur Þóris­son tók fyr­ir mbl.is fyr­ir skömmu sýn­ir hrauntauma flæða og mynda hálf­gerða hrauná niður í Mera­dal. 

Að öllu óbreyttu verður ekki opnað fyr­ir aðgang að gossvæðinu í Geld­inga­döl­um klukk­an sex í fyrra­málið líkt og und­an­farna daga. Viðbragðsaðilar munu funda á þriðju­dags­morg­un um næstu skref á gossvæðinu í kjöl­far þess að ný gossprunga opnaðist í dag. 

Hrauntaum­ur sem flyt­ur kviku frá gígn­um að stöðum þar sem hraunið fer vax­andi, að vaxt­ar­jaðri hrauns­ins, sýn­ir mun­inn á flutn­ings­kerfi gíg­anna tveggja. Í til­felli nýju gossprung­unn­ar skipt­ir fram­end­inn sér upp í fjór­ar tot­ur, hraun­sepa, og mynd­ar a.m.k. tíma­bundið stak­ar kæliein­ing­ar. Hraun­sep­arn­ir eru upp­brotið hellu­hraun, eins og hellu­hrauns-flek­arn­ir, sem eru á dreif um yf­ir­borð hrauns­ins, gefa til kynna. 

English below Nýi hrauntaum­ur­inn sýn­ir mjög vel mun­in á flutn­ings­kerf­inu (= hrauná­in), sem flyt­ur kvik­una frá gíg­umm að...

Posted by Eld­fjalla­fræði og nátt­úru­vár­hóp­ur Há­skóla Íslands on Mánu­dag­ur, 5. apríl 2021



mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert