Veronika Steinunn Magnúsdóttir
„Við erum ekki búin að fá nein fyrirmæli um breytingar á verklagi á farsóttarhótelum. Við munum sinna þeim gestum sem eru í húsunum eins og við höfum gert,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í samtali við mbl.is.
Héraðsdómur dæmdi í dag dvöl 12 einstaklinga í sóttvarnahúsi ólögmæta, þar sem þeir áttu kost á að sæta sóttkví heima hjá sér en um 200 manns dvelja nú í sóttvarnahúsum.
„Ef einhver fer út tökum við niður upplýsingar og látum yfirvöld vita,“ segir hún en hingað til hefur fólk getað yfirgefið húsið og átt von á sekt í kjölfarið.
Við fengum fyrirmæli um að taka við þessu verkefni þar til verkefninu er lokið. Við erum hluti af stoðþjónustu við stjórnvöld og höldum okkar verklagi þar til við höfum upplýsingar um annað,“ segir hún.