Slösuð kona var sótt af björgunarsveit í Karlsárdal, norðan Dalvíkur, í dag. Útkall vegna konunnar barst björgunarsveit um klukkan tvö eftir að tilkynning barst Neyðarlínu. Flytja þurfti konuna um fjögurra kílómetra leið að bílastæði þar sem sjúkrabíll beið.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.
„Björgunarsveitarfólk fór á vélsleðum á vettvang og hlúði að konunni sem var slösuð á fæti eftir að hún hafði dottið á skíðum. Hún var flutt á vélsleða að sjúkrabíl sem lagði af stað rétt í þessu með konuna til skoðunar á sjúkrastofnun.“