Gossprungan sem opnaðist í Geldingadölum í dag er í um 200 metra fjarlægð frá tjaldbúðum sem björgunarsveitin Þorbjörn hefur haldið uppi síðustu vikur. Liðsmenn Þorbjarnar voru fljótir á vettvang til að koma tjöldum og búnaði í öruggt skjól.
Fram kemur á facebooksíðu Þorbjarnar að ansi margar forsendur varðandi gosið séu nú brostnar. Endurskoða þurfi ýmsa hluti er varðar öryggi og fleira og er sú vinna þegar hafin.
Í dag opnaðist ný gossprunga og vildi svo ótrúlega til að hún er um 200 metra frá tjaldbúðum sem við höfum rekið...
Posted by Björgunarsveitin Þorbjörn on Mánudagur, 5. apríl 2021