Ætlar sjötugur 7.000 km í ár

Hjólreiðamenn á Mosfellsheiði skammt fyrir ofan Gljúfrastein að morgni föstudagsins …
Hjólreiðamenn á Mosfellsheiði skammt fyrir ofan Gljúfrastein að morgni föstudagsins langa. Færið fínt og súrefnð gott fyrir lungu og hjarta. mbl.is/Sigurður Bogi

„Færið er gott og leiðin – með brekkum og beinum köflum sitt á hvað - er frábær fyrir hjólreiðamenn,“ segir Sigurður G. Guðjónsson lögmaður. Margir voru á faraldsfæti hér og þar um landið yfir páskahelgina og að morgni föstudagsins langa hitti blaðamaður Sigurð á Mosfellsheiði.

Það var skammt austan við Kjósarskarðsafleggjara þar sem hallar niður að Þingvöllum. Fleiri hjólagarpar voru á þessum slóðum; sumir einir en aðrir í hópum og fóru hratt yfir.

Markmið Sigurðar er að hjóla 7.000 kílómetra á þessu ári og spretturinn sem hann tók um helgina var 1% af því. „Heiman frá mér í Selásnum í Reykjavík, að Heiðarbæjarafleggjara á Þingvallaveginum og aftur til baka er þriggja tíma ferð og 70 kílómetrar. Ég verð sjötugur síðar á þessu ári og því vel ég tölur og takmörk við hæfi,“ segir Sigurður sem hefur stundað hjólreiðar í meira en 30 ár í Morgunblaðinu í dag.

Hann segist alltaf hafa haft mikla þörf fyrir útiveru og hreyfingu. Í því tilliti henti hjólreiðar á léttstígu götuhjóli honum afar vel.

Garpur. Kominn í 1.600 km á árinu, segir Sigurður G. …
Garpur. Kominn í 1.600 km á árinu, segir Sigurður G. Guðjónsson.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert