Byrjað að bólusetja fædda 1951 í vikunni

Bólusett verður í Laugardalshöll miðvikudag, fimmtudag og föstudag.
Bólusett verður í Laugardalshöll miðvikudag, fimmtudag og föstudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á morgun verður Pfizer-endurbólusetning fyrir þá sem fengu fyrri bólusetningu fyrir 18. mars. Bólusett verður í Laugardalshöll milli kl. 9:00 og 14:00.

Fimmtudaginn 8. apríl verður bólusetning í Laugardalshöll í boði fyrir alla fædda 1951 og fyrr. Bólusett verður með AstraZeneca. Boð með tímasetningu og strikamerki verða send með SMS en ef fólk í þessum aldurshópi fær ekki boðun er velkomið að mæta milli kl. 9.00 og 15.00.

Föstudaginn 9. apríl verður bólusetning með Moderna í Laugardalshöll fyrir heilbrigðisstarfsmenn utan stofnana. Boð verða send með SMS og byrjað á elsta hópnum.

Ekki eru staðfestir fleiri bólusetningardagar í þessari viku að því er segir í tilkynningu á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

„Algeng spurning er að fólk sem hefur fengið blóðtappa hefur áhyggjur af því að vera bólusett með AstraZeneca-bóluefninu. Þessir blóðtappar sem hafa komið í kjölfar AstraZeneca-bóluefnisins eru ekki af sama toga og venjulegir blóðtappar. Því er fyrri saga um blóðtappa ekki frábending á að fá bólusetningu með AstraZeneca,“ segir enn fremur en lesa má tilkynninguna í heild hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert