Hraunflæðið um sjö rúmmetrar á sekúndu

Hraunflæðið er meira en úr gígunum í Geldingadölum.
Hraunflæðið er meira en úr gígunum í Geldingadölum. Ljósmynd/Almannavarnir

Hraun­flæðið sem renn­ur úr nýju sprung­un­um á gossvæðinu til aust­urs og niður í Mera­dali er talið vera um sjö rúm­metr­ar á sek­úndu.

Þetta er jafn­mikið hraun­flæði og greint var frá í til­kynn­ingu frá Jarðvís­inda­stofn­un í gær­kvöldi. 

Til sam­an­b­urðar er hraun­flæði úr gíg­un­um í Geld­inga­döl­um talið vera um 5,5 rúm­metr­ar á sek­úndu, að því er seg­ir á Face­book-síðu Veður­stof­unn­ar.

Hraunið sem rennur úr nýju sprungunum.
Hraunið sem renn­ur úr nýju sprung­un­um. Ljós­mynd/​Al­manna­varn­ir

Nýju gossprung­urn­ar sem mynduðust í gær eru um 700 metr­um norðaust­an við gosstöðvarn­ar, á Fagra­dals­fjalls­heiðinni norðan við Geld­inga­dali. Sprung­urn­ar eru í heild um 200 metra lang­ar og eru í sömu stefnu og sprung­ur á fyrri gosstöðvum.



mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert