Leifur S. Garðarsson hefur óskað eftir því að láta af störfum sínum sem skólastjóri Áslandsskóla frá 1. apríl. Unnur Elva Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri mun sinna starfi skólastjóra Áslandsskóla til 1. ágúst eða þar til nýr skólastjóri hefur verið ráðinn.
Þetta staðfestir Árdís Ármannsdóttir, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, í samtali við mbl.is. Hafnarfjarðarbær tjáir sig ekki nánar um málið, en staða skólastjóra Áslandsskóla verður auglýst.
Leifur var sendur í ótímabundið veikindaleyfi frá störfum í febrúar eftir að upp komst upp óviðeigandi skilaboð sem hann hafði sent leikmanni í meistaradeild kvenna í körfuknattleik. Leifur var í kjölfarið tekinn af dómaraskrá Körfuknattleikssambands Íslands, og staðfesti Hafnarfjarðarbær síðar að áður hefðu borist kvartanir vegna Leifs.