Ný „verbúð“ rísi við Gömlu höfnina

Nýja verbúðin. Hér má sjá hvernig arkitektarnir sjá fyrir sér …
Nýja verbúðin. Hér má sjá hvernig arkitektarnir sjá fyrir sér útlit hússins, séð frá Geirsgötu. Hafnarbúðir til hægri Ljósmynd/ASK arkitektar

ASK Arkitektar ehf. Geirsgötu 9 hafa lagt inn umsókn til Reykjavíkurborgar um að fá að reisa nýbyggingu á lóðinni sem verði í anda gömlu grænu verbúðanna við Geirsgötu/Suðurbugt.

Verkefnisstjóri skipulagsfulltrúa fékk umsóknina til meðferðar. Faxaflóahafnir eiga umræddar verbúðir og tóku jákvætt í fyrirspurnina á fundi í febrúar s.l.

Ef erindið verður samþykkt kallar það á skipulagsbreytingar á svæðinu, þ.e. deiliskipulagi Slippa- og Ellingsenreita, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Fyrir er á lóðinni Geirsgata 9, steinsteypt hús, Hafnarbúðir, sem tekið var í notkun 1962. Upphaflega var þar aðstaða fyrir hafnarverkamenn en nú eru þar hvalaskoðunarfyrirtæki, veitingahús og arkitektastofa. Húsið er skráð 1.319 fermetrar en nýbygging á lóðinni, með kjallara, verður um 1.100 fermetrar. Þar af verður 590 fermetra veitinga-, verslunar- og skrifstofuhús, þ.e. verbúðin nýja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert