Slagsmál brutust út á Sushi Social

Lögreglan að störfum í miðbænum. Myndin er úr safni.
Lögreglan að störfum í miðbænum. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slagsmál brutust út á veitingastaðnum Sushi Social við Þingholtsstræti um níuleytið í kvöld.

Þetta staðfestir starfsmaður staðarins við mbl.is. Hann segist ekki vita hverjir voru þarna á ferðinni og að allt hafi gerst mjög hratt. Atvikið varð inni í veitingasalnum. 

Þeir sem tókust á fóru allir út af staðnum og eftir það var hringt á lögregluna. Starfsmaðurinn segist ekki vita hvort einhver hafi meiðst en samkvæmt upphaflegum heimildum mbl.is var um stunguárás að ræða.

Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir að útkall hafi borist þar sem talað var um að einhver hafi verið stunginn. Það var síðar afturkallað og því fóru engir viðbragðsaðilar þaðan á staðinn. Varðstjórinn hefur engar upplýsingar um hvort einhver hafi meiðst.

Ekki náðist í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við vinnslu fréttarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert