Veronika Steinunn Magnúsdóttir
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir munu mæta á fund velferðarnefndar í dag þar sem brugðist verður við úrskurði héraðsdóms sem dæmdi reglugerð ráðherra ólögmæta í gær.
Formaður Lögmannafélags Íslands, Berglind Svavarsdóttir, situr einnig fundinn ásamt fleiri lögmönnum, á meðal þeirra eru Reimar Pétursson og Kári Hólmar Ragnarsson en Reimar er á meðal verjenda þeirra sem létu reyna á rétt sinn fyrir dómstólum eftir að hafa verið skikkaðir í sóttvarnahús.
Fundurinn verður fjarfundur og er búist við því að hann standi yfir fram yfir hádegi.