Þórólfur kærir til Landsréttar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Úrskurður héraðsdóms um lögmæti skyldusóttkvíar á sóttvarnahótelum verður kærður til Landsréttar. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag.

Það kemur þó ekki í veg fyrir að fólki sé frjálst að neita að dvelja á hótelunum þangað til Landsréttur úrskurðar.

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í gær að ekki væri lagagrundvöllur til að skylda alla sem koma til landsins í sóttkví á sérstökum sóttkvíarhótelum ríkisins. Þórólfur sagði á fundinum að mikilvægt væri að breyta lögum til þess að renna lagastoðum undir úrræðið. Annars gæti smitum fjölgað.

Frá 25. mars hafa 18 greinst með virkt smit á landamærum, allir með breska afbrigði veirunnar. Flestir eru þeir með íslenska kennitölu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert