Alls greindust ellefu með kórónuveirusmit innanlands í gær. Sex þeirra sem greindust innanlands voru utan sóttkvíar þannig að 54,55% voru ekki í sóttkví.
Tveir bíða niðurstöðu mótefnamælingar á landamærunum en ekkert virkt smit greindist þar í gær. 132 virk smit eru á landinu. Í sóttkví eru 127 en í skimunarsóttkví 904.
Nýgengi smita innanlands á hverja 100 þúsund íbúa er nú 22 síðustu tvær vikur og 6,5 á landamærunum.
Alls eru 39 börn með Covid á Íslandi í dag og hefur fjölgað um eitt á milli daga. Flest smitin eru í aldurshópnum 30-39 ára eða 41. Fjögur smit eru meðal barna á aldrinum 1-5 ára, 29 smit eru á meðal barna á aldrinum 6-12 ára og sex í aldurshópnum 13-17 ára. Í aldurshópnum 18-29 ára eru 19 smit. 23 smit er í aldurshópnum 40-49 ára. Átta smit eru í aldurshópnum 50-59 ára, eitt meðal fólks á sjötugsaldri og einn á áttræðisaldri er með Covid-19.
Alls voru 1.863 skimaðir innanlands í gær. Á landamærunum voru 550 einstaklingar skimaðir.