11 smit innanlands – sex utan sóttkvíar

mbl.is/Ásdís

Alls greindust ellefu með kórónuveirusmit innanlands í gær.  Sex þeirra sem greindust innanlands voru utan sóttkvíar þannig að 54,55% voru ekki í sóttkví.

Tveir bíða niðurstöðu mótefnamælingar á landamærunum en ekkert virkt smit greindist þar í gær. 132 virk smit eru á landinu. Í sótt­kví eru 127 en í skimun­ar­sótt­kví 904.

Ný­gengi smita inn­an­lands á hverja 100 þúsund íbúa er nú 22 síðustu tvær vik­ur og 6,5 á landa­mær­un­um. 

41 einstaklingur á fertugsaldri smitaður af Covid-19

Alls eru 39 börn með Covid á Íslandi í dag og hefur fjölgað um eitt á milli daga. Flest smit­in eru í ald­urs­hópn­um 30-39 ára eða 41. Fjögur smit eru meðal barna á aldr­in­um 1-5 ára, 29 smit eru á meðal barna á aldr­in­um 6-12 ára og sex í ald­urs­hópn­um 13-17 ára. Í ald­urs­hópn­um 18-29 ára eru 19 smit. 23 smit er í ald­urs­hópn­um 40-49 ára. Átta smit eru í ald­urs­hópn­um 50-59 ára, eitt meðal fólks á sjö­tugs­aldri og einn á átt­ræðis­aldri er með Covid-19. 

Alls voru 1.863 skimaðir inn­an­lands í gær. Á landa­mær­un­um voru 550 ein­stak­ling­ar skimaðir. 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert