Merar og geldingar á Reykjanesi

mbl.is/Kristinn Magnússon

Geld­inga- og Mer­ar­dal­ir eru vænt­an­lega á hvers manns vör­um á Íslandi þessa síðustu daga en hvor­ug­ir dal­anna eru raun­ar mikl­ir dal­ir eins og heitið gæti bent til.

Sam­kvæmt ör­nefna­lýs­ingu Hrauns, aust­an við Grinda­vík, kem­ur fram að hug­takið dal­ir sé hér einnig notað um brekk­ur og kvos­ir.

Mera­döl­um hef­ur verið lýst sem „gróður­litl­um leir­flöt­um“ og senni­legt að þar hafi jarðvegs­rof verið um­tals­vert. Svæðið var notað til beit­ar, einkum að sum­ar­lagi en sel frá mörg­um jörðum í Grinda­vík voru aust­an við dal­ina, á svo­nefnd­um Selsvöll­um auk þess sem ör­nefnið Sel­skál skammt vest­an við gosstöðvarn­ar bend­ir til sel­stöðu. Þótt ótrú­legt megi virðast var einnig eldiviðar­tekja í ná­grenn­inu sem er í upp­hafi 18. ald­ar sögð reyt­ing­ur af lyngi, hrísi og slíku lít­il­vægu seg­ir á Vís­inda­vef HÍ.

Mera­dal­ir eru djúp dal­kvos í landi Hrauns. Bæði mer­ar og geld­ing­ar, þá lík­ast til sauðir, hafa gengið á þessu svæði frá ör­ófi alda.

„Örnefnið Mera­dal­ir eitt og sér er auðskilið og kem­ur kannski eng­um á óvart að bæði mer­ar og geld­ing­ar, þá lík­ast til sauðir, hafi gengið á þessu svæði frá ör­ófi alda. Fleiri bús­mala­nöfn af þessu tagi fyr­ir­finn­ast raun­ar í landi Hrauns, til dæm­is Tryppalág­ar, Hrúta­dal­ur, Naut­hóll og Kúalág­ar. Á hinn bóg­inn ber að hafa í huga að hér hafa senni­lega ekki verið mjög stór­ir fjár­hóp­ar á fyrri öld­um (þótt fjölgað hafi á 19.-20. öld) og tæp­lega nein stóð í Mera­döl­um.“

Landslagið í Geldinga- og Merardölum hefur breyst hratt síðustu daga.
Lands­lagið í Geld­inga- og Mer­ar­döl­um hef­ur breyst hratt síðustu daga. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Búfjár­fjöldi er lít­ill svo langt sem töl­ur ná og til að mynda taldi bú­stofn Hrauns ekki nema tvo hesta og eina meri þegar jarðabók var rituð í upp­hafi 18. ald­ar – en auk þess þrjá sauði, fjór­ar kýr, ell­efu ær, nokkr­ar gimbr­ar og lömb. Allt sauðfé gekk úti um 1840 og þá voru hvorki til fjár­hús, beit­ar­hús né fjár­borg­ir í sókn­inni. Hest­hús hafa áreiðan­lega verið sjald­gæf líka og lík­lega hafa mer­ar sem og önn­ur hross gengið úti árið um kring.

Mbl.is/Í​ris Jó­hanns­dótt­ir

Til marks um beit­ar­gæði eða öllu held­ur skort á þeim er tekið fram í sókn­ar­lýs­ingu að á Suður­landi finn­ist eigi jafn­graslít­il og gróður­laus sveit. Sömu­leiðis er full­yrt að á Hrauni sé ekki höfð nokk­ur skepna heima á sumr­um vegna beit­ar­skorts held­ur all­ir hest­ar dag­lega flutt­ir langt í burtu, „…á bak við Fiski­dals­fell, þó brúka eigi strax að morgni“, en fellið er held­ur vest­ar en dal­irn­ir sem hér eru til umræðu, seg­ir í færslu á Vís­inda­vef Há­skóla Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert