Hallur Már -
Þegar nýja sprungan opnaðist í Geldingadölum í nótt byrjaði kvikan að tengja stöðvarnar saman eins og má sjá á þessu myndskeiði af atburðum næturinnar í Geldingadölum. Þeir náðust á nýrri myndavél mbl.is þar sem má fylgjast með svæðinu úr fjarska.
Sjón er sögu ríkari en ljóst er að vísindafólk hefur úr nægu myndefni að moða við greiningar sínar á atburðarásinni á Reykjanesi.