Einn heppinn í áskrift vann þriðja vinning í Víkinglottó í kvöld eða rúmlega 1,8 milljónir. Enginn fékk þó fyrsta vinning sem var rúmlega tveir milljarðar og sömuleiðis fékk enginn annan vinning sem stóð í rúmum 35 milljónum.
Sjö heppnir voru þó með fjórar réttar jókertölur í röð og fær hver og einn í sinn hlut 100 þúsund krónur. Enginn var með fimm réttar jókertölur í röð.
Miðarnir voru keyptir á bensínsölunni Klettum í Vestmannaeyjum, Kjörbúðinni Grundarfriði, Vídeómarkaðnum í Kópavogi og í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. En þrír miðar voru í áskrift.
Vinningstölur kvöldsins: 11, 12, 14, 15, 27, 39.
Jókertölur: 8, 3, 7, 6, 7.