Skot úr íslensku landslagi í stórmynd

Michelle Rodriguez.
Michelle Rodriguez.

Íslenskt landslag verður áberandi í ævintýramyndinni Dungeons & Dragons. 60-70 manns komu að tökum á atriði fyrir myndina á dögunum en stórleikarar fara með aðalhlutverk myndarinnar.

Þar má nefna Chris Pine, Michelle Rodriguez og Justice Smith auk Regé-Jeans Page úr Bridgerton og Hughs Grants. Leikstjórar og handritshöfundar eru Jonathan Goldstein og John Francis Daley.

Enginn leikaranna kom til Íslands en notast var við íslenska staðgengla í þeirra stað. Tökurnar fóru fram á nokkrum stöðum á Suðurlandi og komu 60-70 manns að tökunum. 15 manns komu hingað til lands vegna þeirra, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert