Vefmyndavélin komin undir hraun

Vélin góða mátti sín lítils gegn hrauninu.
Vélin góða mátti sín lítils gegn hrauninu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vefmyndavél mbl.is sem hefur streymt lifandi myndum af gosstöðvunum í Geldingadölum til landsmanna er nú komin undir hraun. Kristinn Magnússon, ljósmyndari mbl.is, fékk staðfestingu á því rétt í þessu þegar hann flaug dróna á svæðinu.

Meðfylgjandi mynd tók Jón Viðar Sigurðsson jarðfræðingur við Geldingadali. Hún …
Meðfylgjandi mynd tók Jón Viðar Sigurðsson jarðfræðingur við Geldingadali. Hún sýnir brunninn kapal sem lá að vefmyndavélinni. Hann fór í sundur í dag þegar hraun fór yfir. Sökudólginn má sjá í baksýn. Ljósmynd/Jón Viðar Sigurðsson

Síðustu myndirnar sem vélin náði voru af hrauninu safnast upp í námunda við gígana Norðra og Suðra en það vall frá sprungunni sem opnaðist skömmu eftir miðnætti í gær. Enn er þó hægt að fylgjast með framvindunni á gosstöðvunum frá annarri vél sem komið var fyrir í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka