Sjálfstæðisflokkurinn mældist með mest fylgi stjórnmálaflokka á Alþingi eða 23,1% í nýrri könnun MMR. Þetta er rúmlega tveimur prósentustigum hærra en við síðustu könnun MMR sem framkvæmd var í mars 2021.
Fylgi Samfylkingarinnar jókst um tæplega tvö prósentustig og mældist 15,4% og fylgi Pírata jókst um tæplega tvö prósentustig og mældist nú 13,2%.
Þá minnkaði fylgi Framsóknarflokksins um rúmt prósentustig og mældist nú 11,5%, fylgi Vinstri-grænna minnkaði um tæplega tvö prósentustig og mældist nú 10,1% og fylgi Miðflokksins minnkaði um rúmlega tvö prósentustig og mældist nú 6,9%.
Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 52,5%, rúmu prósentustigi minna en við síðustu mælingu, að því er segir í tilkynningu MMR.
MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórn og var könnunin framkvæmd 29. mars – 7. apríl 2021 og var heildarfjöldi svarenda 940 einstaklingar, 18 ára og eldri.