Parkinsonsamtökin fengu styrk

Bjarni Hafþór Helgason, Ingvar Þór Gylfason, Egill Ásdísarson og Vilborg …
Bjarni Hafþór Helgason, Ingvar Þór Gylfason, Egill Ásdísarson og Vilborg Jónsdóttir þegar styrkurinn var afhentur í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Aðstandendur sýningarinnar Fugla hugans, sem nú stendur yfir í verslunarmiðstöðinni Kringlunni, afhentu Parkinsonsamtökunum 6 milljóna króna styrk í gær.

Verður fénu varið í uppbyggingu Parkinsonseturs, sem á að opna í lok ársins í nýju húsnæði samtakanna í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði.

Að sýningunni Fuglar hugans standa Bjarni Hafþór Helgason tónlistarmaður og Ingvar Þór Gylfason listmálari. Á sýningunni er að finna 12 málverk sem Ingvar málaði við tónlist af Fuglum hugans sem Bjarni Hafþór samdi en auk þess voru myndbönd gerð við öll verkin.

Egill Ásdísarson og Vilborg Jónsdóttir veittu ávísuninni viðtöku. Egill greindist með parkinsonsjúkdóminn fyrir 8 árum þegar hann var 22 ára gamall en Egill er með þeim yngstu sem hafa greinst með sjúkdóminn á Íslandi.

Kostnaður við sýninguna er greiddur af Bjarna Hafþóri og Ingvar Þór gefur andvirði málverkanna. Síðasti sýningardagurinn í Kringlunni verður sunnudaginn 11. apríl en nú er einnig hægt að skoða Fugla hugans í sýndarveruleika á veraldarvefnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert