Sigla með farþega við Ísland í sumar

Crystal Endeavor mun sigla við Ísland.
Crystal Endeavor mun sigla við Ísland. Ljósmynd/Crystal Cruises

Tvö skipafélög, Viking Ocean Cruises og Crystal Cruises, tilkynntu nú í byrjun apríl að þau hyggist bjóða upp á hringferðir um Ísland í sumar. Heimahöfn verður í Reykjavík og þar fara farþegaskipti fram. Byrjað er að auglýsa þessar ferðir erlendis.

Hingað til lands koma skemmtiferðaskipin Viking Sky og Crystal Endeavor. Hringferðirnar munu taka 8-10 daga og verður komið við í nokkrum höfnum á landsbyggðinni. Skipin taka 400 og 930 farþega í hverri ferð.

Farþegarnir koma með flugi í gegnum Leifsstöð og fara í sýnatöku. Sýnataka verður síðan einnig gerð um borð í skipinu. Bæði skipafélögin hafa látið Almannavarnir og ferðamálaráðherra vita af þessum áformum sínum, að því er fram kemur í umfjöllun umþessi áform í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert