Tilnefningarnar til Lúðursins

Lúðurinn eða Íslensku auglýsingaverðlaunin eru veitt í 35. sinn í ár. Þau Villi Neto og Björk Guðmundsdóttir kynna hér tilnefningarnar en verðlaunin sjálf verða veitt í beinni útsendingu föstudaginn 16. apríl hér á mbl.is.

Það eru ÍMARK, samtök íslensks markaðsfólks, í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA), sem standa að verðlaununum.

Þrátt fyrir ástandið í þjóðfélaginu hefur það hvorki bitnað á fjölda innsendinga né á gæðum í framleiddu auglýsingaefni. Innsendingar til Íslensku auglýsingaverðlaunanna hófu að berast í upphafi þessa árs og rann frestur út þann 19. janúar síðastliðinn. Við tók ferli dómnefndar sem skipuð er af fagfólki úr bransanum sem kappkostaði að fara yfir 320 innsendingar sem bárust í 15 flokkum og eru 70 innsendingar tilnefndar til Lúðurs.

Einnig er hægt er að kynna sér tilnefningarnar á ludurinn.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert