Smitum hefur ekki fjölgað í Mýrdalshreppi eftir hópsmitið sem kom þar upp í fyrradag.
„Það er óbreytt staða frá því í gær. Þetta virðist hafa náð að halda sér innan lítils hóps,“ segir Björn Ingi Jónsson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi.
Spurður almennt út í smit á Suðurlandi segir hann að staðan sé góð en nefnir að ein fjölskylda á Selfossi sem hafi smitast fyrir nokkru sé enn í einangrun.