Engin lögfræðileg greining

Bólusetning í Laugadalshöll í gær.
Bólusetning í Laugadalshöll í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heil­brigðisráðherra lét und­an þrýst­ingi í gær og af­henti vel­ferðar­nefnd Alþing­is gögn sem lágu til grund­vall­ar reglu­gerð um skyldu­vist­un á sótt­kví­ar­hót­eli, sem héraðsdóm­ur felldi úr gildi.

Það var gert án þess að gögn­in væru bund­in trúnaði, en þó fór ráðherra fram á það að gögn­in færu ekki úr nefnd­inni, þar sem þar inn­an um væru sam­skipti emb­ætt­is­manna, sem ráðherra vildi síður að kæmu fyr­ir al­menn­ings­sjón­ir.

Að sögn heim­ild­ar­manna Morg­un­blaðsins, sem lesið hafa gögn­in, verður ekki af þeim séð að nokk­ur hafi leitt hug­ann sér­stak­lega að full­nægj­andi laga­stoð reglu­gerðar­á­kvæðanna eða meðal­hófs­reglu fyrr en degi fyr­ir rík­is­stjórn­ar­fund 30. mars, þar sem að öll­um lík­ind­um var tals­vert spurt um ein­mitt þau atriði.

Þá virðist lög­fræðing­ur for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins loks hafa verið feng­inn til þess að semja minn­is­blað til að svara slík­um at­huga­semd­um og spurn­ing­um, sem fram voru komn­ar í þjóðmál­ar­um­ræðu.

Það gerðist þó ekki fyrr en eft­ir að Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra kynnti reglu­gerðardrög­in full­bú­in í rík­is­stjórn. Eng­in lög­fræðileg grein­ing virðist hins veg­ar hafa átt sér stað á veg­um heil­brigðisráðuneyt­is­ins meðan reglu­gerðin var í vinnslu. Eft­ir sem áður tók reglu­gerðin gildi og stjórn­völd tóku að fram­fylgja henni, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert