Engin lögfræðileg greining

Bólusetning í Laugadalshöll í gær.
Bólusetning í Laugadalshöll í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heilbrigðisráðherra lét undan þrýstingi í gær og afhenti velferðarnefnd Alþingis gögn sem lágu til grundvallar reglugerð um skylduvistun á sóttkvíarhóteli, sem héraðsdómur felldi úr gildi.

Það var gert án þess að gögnin væru bundin trúnaði, en þó fór ráðherra fram á það að gögnin færu ekki úr nefndinni, þar sem þar innan um væru samskipti embættismanna, sem ráðherra vildi síður að kæmu fyrir almenningssjónir.

Að sögn heimildarmanna Morgunblaðsins, sem lesið hafa gögnin, verður ekki af þeim séð að nokkur hafi leitt hugann sérstaklega að fullnægjandi lagastoð reglugerðarákvæðanna eða meðalhófsreglu fyrr en degi fyrir ríkisstjórnarfund 30. mars, þar sem að öllum líkindum var talsvert spurt um einmitt þau atriði.

Þá virðist lögfræðingur forsætisráðuneytisins loks hafa verið fenginn til þess að semja minnisblað til að svara slíkum athugasemdum og spurningum, sem fram voru komnar í þjóðmálarumræðu.

Það gerðist þó ekki fyrr en eftir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti reglugerðardrögin fullbúin í ríkisstjórn. Engin lögfræðileg greining virðist hins vegar hafa átt sér stað á vegum heilbrigðisráðuneytisins meðan reglugerðin var í vinnslu. Eftir sem áður tók reglugerðin gildi og stjórnvöld tóku að framfylgja henni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert