„Höfum ekki fengið nein hrein svör“

Guðmundur Helgi Þórarinsson.
Guðmundur Helgi Þórarinsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir að staðan í yfirstandandi kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sé þung.

VM er í samfloti í kjaraviðræðunum með Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur og Sjómannafélagi Íslands og hafa þau öll vísað kjaradeilum sínum við SA og SFS til ríkissáttasemjara.

„Við töldum okkur ekki fá nein svör þannig að við ætlum okkur ekki að vera lengi í einhverju kaffispjalli niður í SFS,“ segir Guðmundur í Morgunblaðinuu í dag um ástæður þess að félögin ákváðu að vísa deilunni til sáttameðferðar.

Kjaradeilur Sjómannasambands Íslands og Félags skipstjórnarmanna við útvegsmenn hafa verið á borði sáttasemjara frá því í febrúar og eru nú öll stéttarfélög sjómanna komin með kjaradeilur sínar í sáttameðferð hjá ríkissáttasemjara. Boðað er til sáttafundar í deilu SÍ og FS við SA og SFS í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert