Í Þýskalandi til stuðnings syni sínum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, er stödd í Þýskalandi þar sem hún hef­ur verið syni sín­um, hand­bolta­mann­in­um Gísla Kristjáns­syni, til halds og trausts eft­ir að hann meidd­ist illa á öxl.

„Dreng­ur­inn minn slasaðist og fór úr lið og þá fór ég út til hans. Hann býr einn og gat ekki sinnt sér sjálf­ur,“ seg­ir Þor­gerður Katrín, sem hef­ur einnig farið með hon­um í viðtöl til lækna. „Hann er ein­hent­ur og þarf stuðning.“

Vel heppnuð aðgerð 

Gísli gekkst und­ir aðgerð í fyrra­dag en henni hafði verið seinkað vegna Covid-19. „Ég er í þannig fjöl­skyldu sem hugs­ar um börn­in sín og styð við þau þegar þau þurfa á því að halda,“ seg­ir hún. „Ég hefði ekki verið að fara nema af því að hann slasaðist illa og þetta er í þriðja sinn,“ bæt­ir hún við og á þar við þrálát axl­ar­meiðslin.

Þor­gerður seg­ir að aðgerðin hafi heppn­ast mjög vel og að þau mæðgin­in fari heim til Íslands um leið og Gísli fær leyfi til þess að ferðast. Hér heima verður Gísli í meðhöndl­un hjá sjúkraþjálf­ur­um. Fyrst verða þau samt í sótt­kví, eins og vera ber, í sveit­inni í Ölfusi.

Umræða hef­ur verið uppi um Spán­ar­ferð Brynj­ars Ní­els­son­ar í ljósi til­mæla sótt­varna­lækn­is um að fólk ferðist ekki til út­landa að nauðsynja­lausu.

Hvað vill Þor­gerður segja við fólk sem velt­ir fyr­ir sér ferðalagi henn­ar í ljósi þess­ara til­mæla?

„Ég treysti fólki og ég veit að það er eng­inn að leika sér að því að ferðast núna. Ég held að fólk verði aðeins að fara að anda djúpt. Við mun­um ekki halda þetta út ef það verður enda­laus gremja yfir öllu. Við þurf­um að treysta fólki til þess að gera þetta. 99% af fólk­inu standa sig vel,“ svar­ar Þor­gerður og hvet­ur fólk til að líta á björtu hliðarn­ar, enda sé þetta allt að koma. Ástandið heima sé gott hvað varðar út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar og betra en víða ann­ars staðar.

Hún seg­ir að fara þurfi að lög­um og sjálf geri hún þær kröf­ur til rík­is­stjórn­ar­inn­ar. „Mér finnst þess­ar nýju sótt­varn­a­regl­ur sem hún er að setja meira í ætt við meðal­hóf og skyn­semi en það sem heil­brigðisráðherra lagði upp með um dag­inn,“ grein­ir þingmaður­inn frá.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á Alþingi.
Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir á Alþingi. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Gagn­rýnd fyr­ir golfiðkun í fyrra 

Þor­gerður Katrín var gagn­rýnd í fyrra fyr­ir að hafa spilað golf á golf­vell­in­um í Hvera­gerði þrátt fyr­ir til­mæli Golf­sam­bands Íslands um að kylf­ing­ar á höfuðborg­ar­svæðinu leituðu ekki til golf­valla utan þess til að fara í golf. Hún svaraði gagn­rýn­inni þannig að þetta hefði verið óafsak­an­legt af sér en benti á að hún hefði ekki komið beint að sunn­an til golfiðkun­ar held­ur hafi hún þegar verið úti á landi í húsi sínu í Ölfusi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert