Þrjú smit innanlands – eitt utan sóttkvíar

Fjölmargir hafa farið í skimun við Suðurlandsbraut frá því hertar …
Fjölmargir hafa farið í skimun við Suðurlandsbraut frá því hertar sóttvarnaaðgerðir tóku gildi 25. mars. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrjú smit greind­ust inn­an­lands í gær og greind­ust þau öll við ein­kenna­sýna­töku. Tvö þeirra voru í sótt­kví þegar smitið greind­ist. Alls eru 103 í ein­angr­un á Íslandi en 111 í sótt­kví. 1.447 eru í skimun­ar­sótt­kví. Einn bíður niður­stöðu mót­efna­mæl­ing­ar á landa­mær­un­um en ekk­ert annað smit greind­ist þar í gær. 

Alls voru 1.1139 skimaðir inn­an­lands í gær. Á landa­mær­un­um voru 706 ein­stak­ling­ar skimaðir.

Núna eru 82 í ein­angr­un á höfuðborg­ar­svæðinu en í gær voru þeir 89. Tveir eru í ein­angr­un á Suður­nesj­um og 13 á Suður­landi en þar hef­ur fjölgað um einn í ein­angr­un á milli daga. Þrjú smit eru á Aust­ur­landi, tvö á Norður­landi eystra og eitt á Vest­ur­landi.

91 er í sótt­kví á höfuðborg­ar­svæðinu, þrír á Suður­nesj­um, fjór­ir á Suður­landi og tveir á Aust­ur­landi. Ell­efu eru óstaðsett­ir í hús. 

Fjög­ur smit eru meðal barna á aldr­in­um 1-5 ára, 21 smit er á meðal barna á aldr­in­um 6-12 ára og fimm í ald­urs­hópn­um 13-17 ára. 

Í ald­urs­hópn­um 18-29 ára eru 16 smit. 30 smit eru í ald­urs­hópn­um 30-39 ára. 20 smit eru í ald­urs­hópn­um 40-49 ára. Fjög­ur smit eru í ald­urs­hópn­um 50-59 ára, eitt meðal fólks á sjö­tugs­aldri og tveir á átt­ræðis­aldri eru með Covid-19. 

Ný­gengi smita inn­an­lands á hverja 100 þúsund íbúa er nú 20,7 síðustu tvær vik­ur og 5,7 á landa­mær­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert