Afar litlu mátti muna

Afar litlu mátti muna þegar eld­ur logaði í fjór­um bif­reiðum á sama tíma á iðnaðarsvæðinu á Esju­mel­um í nótt. Allt bend­ir til þess að kveikt hafi verið í bif­reiðunum.

Að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins var til­kynnt um eld­inn á fjórða tím­an­um í nótt og var tals­verður viðbúnaður vegna elds­voðans. Slökkvi­bíl­ar af tveim­ur stöðvum, Mos­fells­bæ og Árbæ, voru send­ir á vett­vang og tók um klukku­stund að slökkva eld­inn en afar litlu mátti muna að eld­ur bær­ist í nær­liggj­andi bygg­ing­ar.

Spurður út í mögu­leg elds­upp­tök seg­ir varðstjór­inn að lík­leg­ast hafi verið kveikt í bif­reiðunum enda afar sjald­gæft að kvikni í fjór­um bif­reiðum á sama tíma. Auk þessa út­kalls fór slökkviliðið í fimm út­köll á dælu­bíla síðasta sól­ar­hring­inn.

Jafn­framt var mikið álag á sjúkra­flutn­inga­fólk því síðasta sól­ar­hring­inn fór það í 130 sjúkra­flutn­inga, þar af 18 út­köll í hæsta for­gangi og 23 verk­efni tengd Covid-19.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert