Annað sóttvarnahús á Barónsstíg

Nýtt sóttvarnahús verður staðsett á Fosshótel Barón við Barónsstíg.
Nýtt sóttvarnahús verður staðsett á Fosshótel Barón við Barónsstíg. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Viðbúið er að sóttvarnahúsið við Þórunnartún fyllist í kvöld og áætlað er að annað sóttvarnahús verði komið í rekstur strax í fyrramálið. Þetta staðfestir Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, í samtali við mbl.is.

260 gestir voru í húsinu síðdegis og er viðbúið að þeir verði orðnir 300 í kvöld. „Þá erum við í rauninni sprungin, en planið er að opna nýtt hótel strax á morgun það er í lokafrágangi,“ segir Gunnlaugur. Nýtt sóttvarnahús verður staðsett á Fosshótel Barón við Barónsstíg.

„Við gerum ráð fyrir því að það verði komin tvö sóttvarnahótel í rekstur strax í fyrramálið.“

Sóttvarnahúsið við Þórunnartún var tekið í notkun fyrir páska þar sem þess var krafist að allir ferðamenn frá rauðum svæðum svokölluðum dveldu á milli skimana. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði slíka skyldusóttkví í sóttvarnahúsi hins vegar ólöglega og tók uppfærð reglugerð gildi á miðnætti í gær.

Ný reglugerð kveður á um að eir sem ekki hafi tök á að vera í heima­sótt­kví og/​eða kjósi frek­ar að dvelja í sótt­varna­húsi eigi kost á því að kostnaðarlausu. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Annað Fosshótel verður tekið undir rekstur sóttvarnahúss á morgun.
Annað Fosshótel verður tekið undir rekstur sóttvarnahúss á morgun. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert